Ný fluga hefur verið sett inn á Flugur – uppskriftir : Það ber ekki á öðru, laxafluga inn á FOS.IS Að vísu ætluð í urriða, hnýtt eftir fyrirmynd sem sást í boxi afturbata laxveiðimanns á bökkum urriðaár hér um árið.

Ný fluga hefur verið sett inn á Flugur – uppskriftir : Það ber ekki á öðru, laxafluga inn á FOS.IS Að vísu ætluð í urriða, hnýtt eftir fyrirmynd sem sást í boxi afturbata laxveiðimanns á bökkum urriðaár hér um árið.
Þann 1. mars mun FOS draga út nöfn 22ja heppinna hnýtara sem fá viðurkenningu frá styrktaraðilum okkar fyrir þátttökuna í Febrúarflugum þetta árið.
Veglegir styrkir velunnara okkar hafa í gegnum árin gert okkur kleyft að gauka glaðningi að hópi hnýtara sem árlega hafa verið dregnir úr hópi þeirra sem setja inn flugur í átakið og kunnum við styrktaraðilum okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Ný fluga hefur verið sett inn á Flugur – uppskriftir : Klassísk síld frá Vesturheimti, önnur flugan hér úr frægu tríói.
Nú þegar síðasta helgin í febrúar nálgast eins og óð fluga (FOS áskilur sér 5 aur fyrir þennan) þá er ekki úr vegi að draga saman nokkra punkta um Febrúarflugur 2023.
Hnýtarar eru nú að narta í að setja 1000. fluguna inn þetta árið og það eru en 5 dagar eftir af mánuðinum.
FOS var að klára að uppfæra myndasafnið á FOS.IS með nýjustu flugunum. Vá, hvað það var gaman að skoða hverja einustu mynd, klippa til og merkja hnýtaranum.
Nú nýverið fóru meðlimir hópsins á Facebook yfir 1.400 og enn yngist hópur hnýtara, frábær nýliðun og flott handbragð.
Og auðvitað viljum við geta styrktaraðila okkar sem að vanda styðja vel við átakið og þá sem hnýta flugur almennt. Ekki seinna vænna en nýta sér þá fjölmörgu afslætti sem þeir bjóða okkur sem erum alltaf á höttunum eftir skemmtilegu dóti og hráefni í flugur.
Ný fluga hefur verið sett inn á Flugur – uppskriftir : Að þessu sinni er það fluga sem ég hef fylgst með á netinu í nokkur ár, þ.e. henni hefur skotið fyrir í fjölmörgum greinum og svo virðist hún alltaf rata inn á lista yfir mest seldur flugurnar, ár hver. Moto’s Minnow eftir Moto Nakamura.
Hefur þú í einhvern tíma lent í því að kaupa kúlur af ákveðinni stærð en fá eitthvað allt annað upp úr pokanum en þú áttir von á þegar heim er komið? Ég er ekki að gera því skóna að þú veiðir upp króka eða koparvír úr pokanum, en þú gætir fengið aðra stærð af kúlum heldur en þú áttir von á.
Þegar aðeins 1/5 úr mm skilur stærðirnar að þá getur verið svolítið erfitt að greina á milli stærða og þá er gott að eiga hjálpartæki, eins og t.d. skíðmál.
En það eru ekki allir svo vel settir að eiga svona græju og þá þarf að hugsa út fyrir boxið eins og benti hnýtara á sem leitaði ráða hjá FOS. Einföldustu lausnirnar, þær sem ættu að liggja í augum uppi eru stundum afar fjarlægar þegar menn leita ráða hjá Google, en það eina sem þarf er reglustika og 10 kúlur.
Raðaðu 10 kúlum í röð á eða við reglustikuna og lestu af henni, deildu í heildarlengdina með 10 og þú veist upp á hár af hvaða stærð kúlurnar eru. Einhverjum kann að þykja þetta svo augljóst að ekki þurfi að nefna þetta, en ekki gleyma því að flestir hnýtarar eru líka veiðimenn og veiðimenn eru smá græjufíklar og leita því stundum langt yfir skammt.