Árið í hnotskurn

Árið sem nú er að líða var að mörgu leiti sérstakt. Veiðiferðir mínar í sumar sem leið voru innan við tuttugu og það eru einhver ár síðan ég hef farið jafn fáar ferðir í veiði. Ég hafði það lengi vel á tilfinningunni að aflinn væri í samræmi við ferðirnar, en þegar upp var staðið þá var hann hreint ekki svo slæmur, þannig að ég get víst ekki verið annað en sáttur eftir árið.

Því verður aftur á móti ekki á móti mælt að veðráttan var ekki upp á marga fiska. Þegar ég lít til baka, þá finnst mér eins og þetta sumar hafi verið frekar sólarlítið og kalt. Að vísu náði ég flestum dögum þurrum í veiði eða kannski var það bara vatnsheldi jakkinn sem ég keypti mér í vor sem gerði það að verkum að ég var tiltölulega þurr þetta sumar.

Á vefnum var þetta viðburðaríkt ár. Aldrei hafa fleiri heimsóknir komið inn á síðuna á einu ári, tæplega 115.000 og viðburðaríkasti dagurinn skaust upp í 1.538 heimsóknir. Annars hefur meðaltalið verið þetta um 300 heimasóknir á dag, ekkert ósvipað og undanfarin ár en dreifist með öðrum hætti á árið.

Flestir sem heimsótt hafa síðuna hafa verið að sækjast í Grúskið, næst koma Flugur, þar næst Vötnin og Veiðiferðir. Hvort það er framboð efnis eða áhugi sem ræður þessari dreifingu veit ég ekki en efnistökin á næsta ári verða í það minnsta svipuð, þetta virðist svala einhverjum fróðleiksþorsta þeirra sem fylgjast með síðunni. Já, vel að merkja, fylgjendur. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og áskrifendur eru nú 85 á síðunni sjálfri, 436 á Facebook og rúmlega 450 á Instagram. Ég hef verið spurður að því hvort gjaldtaka sé á döfinni og svarið er alltaf það saman; svo lengi sem ég sé mér fært að fjármagna fastan kostnað síðunnar og þeirra viðburða sem henni tengjast, þá verður þetta ókeypis öllum sem vilja. Með góðra manna hjálp hefur það tekist hingað til og ég sé engin merki þess að það breytist í bráð. Á bak við þessa síðu standa allt aðrar hvatir en þær að afla fjár.

Á þessu ári hafa rúmlega 200 færslur komið fram á vefnum og ef vel tekst til þá verða færslur næsta árs eitthvað á svipuðu róli. Fyrir dyrum stendur að vekja fasta liði til lífsins á ný, Febrúarflugur verða auðvitað á dagskrá og þess má geta að þær hafa eignast sinn eigin hóp á Facebook þar sem þær munu eiga sitt heimili til framtíðar og auðvitað er öllum heimilt að skrá sig í þann hóp. Á þessu ári tóku 85 manns þátt í viðburðinum og lögðu fram ótrúlegan fjölda flugna. Ellefu þátttakendur voru dregnir út og hlutu þeir veglegar viðukenningar frá styrktaraðilum viðburðarins sem ég þakka sérstaklega vel fyrir stuðninginn.

Í lok árs vil ég þakka öllum fyrir samfylgdina á árinu, sérstaklega þeim sem sent hafa mér fyrirspurnir og ábendingar, við sjáumst á næsta ári sem er jú rétt handan við hornið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com