Jú, auðvitað er Peacock í boxinu og ekki bara hefðbundinn. Svona í fljótu bragði dettur mér engin önnur ‘Íslensk’ fluga í hug sem hefur komið fram í eins mörgum og mismunandi útgáfum eins og Peacock. Að sama skapi held ég að fáar flugur hafi fengið eins mikla umfjöllun í gegnum tíðina. Í einfaldleika sínum hefur hún virkað prýðilega vel alveg frá því Kolbeinn Grímsson sauð hana saman á bökkum Hlíðarvatns í Selvogi. Síðar hafa svo veiðimenn flækt málið, leyft flugunni að nálgast frænkur sínar erlendis og eflaust þykir einhverjum sem hér sé ekki lengur um sömu fluguna að ræða.
En, hvað um það. Stuttur, langur og svo bústinn með brúnum haus og urriðabaninn með rauðum haus, þetta eru helstu afbrigðin sem ég hef í boxinu mínu. Svo slæðast auðvitað nokkur önnur afbrigði með, svona allt eftir því hvað manni dettur í hug við hnýtingarnar. Stærstur finnst hann #8 hjá mér með ríkulegu undirvafi til að gera hann bústnari. Uppskrift hér og ýmislegt annað hér, hér og hér.

Ummæli
15.03.2013 – Urriði: Djöfull eru þessar flottar!
Svar: Já, sá gamli (Peacock) stendur alltaf fyrir sínu.
Senda ábendingu