Flýtileiðir

Peacock og bræður hans

Þegar kemur að eftirlíkingum vorflugulirfunnar (Caddis) eru fáar sem standast Peacock Kolbeins Grímssonar snúninginn. Ég ætla ekkert að fara út í fæðingarsögu Peacock, það hefur verið gert oft og víða. Þess í stað langar mig aðeins að skoða fyrirmyndina, vorflugulirfuna og mismunandi birtingarmyndir hennar.

Caddis on the rock a`la Hlíðarvatn

Af Peacock Kolbeins hafa með tíð og tíma orðið til ótal afbrigði, öll með það að markmiði að líkja eftir lirfunni á mismunandi vaxtaskeiði. Þannig er að lirfan skiptir mjög um lit eftir vaxtaskeiði og efnisvali í hús sitt. Efnisvalið er jafn fjölbreytt og vötnin eru mörg, helst notar lirfan þó smásteina og jurtaleyfar sem finnast á botninum en einstaka sinnum tekur hún þó til handargagns kuðunga og skeljar í næsta nágrenni.

Jurtaleyfar

Það hafa fleiri góðir hnýtarar spreytt sig á Caddis eftirlíkingum. Í þeirri ágætu bók, Silungaflugur í íslenski náttúru má finna frábærar eftirlíkingar Engilberts Jensens (Fellspúpan, Cased Caddis), Sigurbrands Dagbjartssonar (Vorflugulirfa) og Sveins Þórs Arnarssonar (Vorflugulirfan).

Og hver segir að Héraeyrað eða Pheasant Tail með kúluhaus séu ekki líkar vorflugupúpu ef því er að skipta?

Skeljar

Hvort sem menn hnýta ígildi lirfunnar sjálfrar, þ.e. appelsínugula/rauða rönd á hann eða ekki, þá virðist galdurinn oft vera sá að eiga nokkur afbrigði. Sjálfur hef ég veitt á afbrigði sem skorti alla litadýrð, enginn kragi, ekkert skott, aðeins hvítur broddur. Hvítur broddur?

Jú, á ákveðnu vaxtarstigi er lirfan í húsinu hvít, ekki rauð eða appelsínugul og það veit silungurinn mun betur en við.

Móberg

Við getum aðeins leikið okkur að litasamsetningum með því að byggja undir búkinn með litaðri ull og spara þá fjölda Peacock fjaðranna m.v. original Peacock. Litur undirlagsins kemur þá aðeins í gegnum fjaðrirnar og breytir hinum klassíska græn-brúna lit Peacock í léttari eða skærari litatón.

Ef við svo veljum upp úr fluguboxinu okkar m.v. sandinn á botnum, smásteinana eða jurtaleifarnar, þá erum við e.t.v. nokkru nær því að plata silunginn.

Líparít

Þó Peacock sé hér heima þekktasta eftirlíking vorflugupúpunnar, þá hafa menn úti í hinum stóra heimi auðvitað líka hermt eftir henni. Afbrigðin og efnisvalið er svo fjölbreytt að stofna mætti sérstakt blogg um samsetningarnar einar og sér. En allar eiga þær þó sömu fyrirmyndina, eftirhermur mismunandi byggingarefnis og þess hvort lirfan sé að kíkja út úr húsinu eða ekki.

Og ekki gleyma því að vorflugan verpir ekki aðeins í stöðuvötnum heldur einnig ám og lækjum; Peacock veiðir alls staðar.

Eitt svar við “Peacock og bræður hans”

  1. Af bekknum #9 | FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] hjá mér með ríkulegu undirvafi til að gera hann bústnari. Uppskrift hér og ýmislegt annað hér, hér og […]

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com