Konungur silunganna, veiðnasta fluga landsins, sú eina o.s.frv. Allt eru þetta orð sem hafa verið viðhöfð um Peacock. Stór orð, en væntanlega hefur hann staðið undir þeim hjá mörgum veiðimanninum í gegnum tíðina.
Sjálfur hef ég þá trú að þessi fluga sé oftar en ekki hnýtt of lítil og við veiðimennirnir séum of gjarnir á að skipta niður í stærð þegar hún gefur ekki, frekar en upp.
Ég á nokkrar sögur af því að þegar lítill gaf ekkert og ég stækkaði upp um nokkrar stærðir, þá fór hún að gefa. Jafnvel ógnar-stór hefur þessi fluga gefið mér mjög væna fiska.
Höfundur: Kolbeinn Grímsson
Öngull: Legglangur 8 – 20 eða grubber í sömu stærð
Kúla: gull
Þráður: Svartur
Búkur: Páfuglsfanir
Kragi eða skott: Rautt eða appelsínugult flos. Það fer stundum eftir skapinu í mér hvort hún fái kraga eða skott (eins og sú á myndinni). Upprunalega var hún hönnuð með kraga eins og sýnt er hér að ofan. Stundum fær hún hvort tveggja eða jafnvel hvítt skott eða brodd.
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
8,10,12,14 | 10,12,14 | 8,10,12,14 | 10,12, 14 |
Hér að neðan má sjá hvernig Eiður Kristjánsson hnýtir Peacock:
7 Athugasemdir