Smellið á kort fyrir fulla stærð

Sauðleysuvatn er um 0,8 km2 og er í 576 metra hæð. Vatnið er ógnar djúpt þar sem það er dýpst, 56 metrar. Þetta mikla dýpi hefur freistað marga veiðimanna til að halda að þarna geti stórar ránbleikjur hreiðrað um sig, en engar sögur hef ég samt heyrt af slíkum fiskum á land komið.

ATHUGIÐ! vegna rofs í slóðanum upp að Sauðleysu var honum lokað um óákveðinn tíma vorið 2019.

Þetta er eitt af bleikjuvötnunum sunnan Tungnaár sem illa gengur að halda  í horfinu. Reynt hefur verið að grisja vatnið og vissulega hafa margir fiskar komið á land en það sér vart högg á vatni.

Að mínu mati eitt fallegasta vatnið í Framvatna klasanum og synd og skömm hve bleikjan er orðin liðmörg í því og að sama skapi illa haldin, hausstór og horuð. Því miður er hér hægt að segja það saman og um mörg önnur vötn; bleikjusleppingar > gróska > ofsetið > óveiðanlegt.

TENGLAR


Bæklingur

FLUGUR


Nobbler svartur: Ágúst
Nobbler orange: Ágúst

MYNDIR


 

 

ÖNNUR VÖTN