Löðmundarvatn

Tæpur km2 að stærð á fallegum og gróðursælum stað, rétt austan Landmannahellis. Vatnið er í 590 metra hæð og nýtur skjóls af Löðmundi sem gnæfir yfir því í norðri. Ásarnir vestan og austan við vatnið leggja sitt að mörkum til að skýla veiðimönnum fyrir golu úr þeim áttum þannig að oft er veðursælt við vatnið. Akfært er að því að vestan, næstum alveg inn að Löðmundi.

Í vatninu er nær eingöngu bleikja, oft frekar smá en hefur verið að koma til hin síðari ár. Þessu vatni eins og öðrum á svæðinu hættir til að vera ofsetið bleikju og nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að grisja það með misjöfnum árangri. Reynt hefur verið að sleppa urriðaseiðum í það og fyrir kemur að einn og einn slíkur slæðist á land en urriðinn hefur átt afar erfitt í samkeppninni við bleikjuna. 2014 voru færðir til bókar 3 urriðar á móti 97 bleikjum. Vísast eru urriðarnir í vatninu stórir og stæðilegir, í það minnsta hef ég gengið fram á einn slíkan í flæðarmálinu sem væntanlega hefur ekki lifað af tilraun til sleppingar eða drepist úr ofáti.

Það hafa nokkrum sinnum verið gerðar tilraunir til að grisja bleikjustofninn í vatninu og á árunum upp úr 1990 var ekki annað séð en þær bæru góðan árangur og árin sem þessar tilraunir stóðu vænkaðist hagur bleikjunnar verulega svo eftir var tekið. Fljótlega sótti þó í sama farið eftir að og netaveiði lagðist af en sumarið 2019 var aftur ráðist í verkefni af stórhug Veiðifélags Landmannaafréttar, Hafrannsóknastofnunar og Stangaveiðifélagsins Ármanna. Því miður entist mönnum ekki áhuginn sem skyldi þó harður, en fámennur kjarni dugandi manna gerðu sitt til að standa við loforð fjöldans um vinnuframlag. Það er grátlegt að efndir voru ekki í samræmi við loforð, því gríðarlegur viðsnúningur varð í bleikjustofninum við þau 2.922 kg. sem dregin voru upp úr vatninu fram til ársins 2022 og enginn getur sagt til um hvernig mál hefðu þróast ef áfram hefði verið haldið á þeirri braut sem lagt var af stað, sumarið 2019.

Tenglar

Flugur

Peacock
Pheasant Tail
Watson’s Fancy
Hérinn
Watson’s Fancy
Pheasant Tail
Nobbler (orange)
Blóðormur

Myndir

Myndbönd

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com