Smellið á kort fyrir fulla stærð

Tæpur km2 að stærð á fallegum og gróðursælum stað, rétt austan Landmannahellis. Vatnið er í 590 metra hæð og nýtur skjóls af Löðmundi sem gnæfir yfir því í norðri. Ásarnir vestan og austan við vatnið leggja sitt að mörkum til að skýla veiðimönnum fyrir golu úr þeim áttum þannig að oft er veðursælt við vatnið. Akfært er að því að vestan, næstum alveg inn að Löðmundi.

Í vatninu er nær eingöngu bleikja, oft frekar smá en hefur verið að koma til hin síðari ár. Þessu vatni eins og öðrum á svæðinu hættir til að vera ofsetið bleikju og nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að grisja það með misjöfnum árangri. Reynt hefur verið að sleppa urriðaseiðum í það og fyrir kemur að einn og einn slíkur slæðist á land en urriðinn hefur átt afar erfitt í samkeppninni við bleikjuna. 2014 voru færðir til bókar 3 urriðar á móti 97 bleikjum. Vísast eru urriðarnir í vatninu stórir og stæðilegir, í það minnsta hef ég gengið fram á einn slíkan í flæðarmálinu sem væntanlega hefur ekki lifað af tilraun til sleppingar eða drepist úr ofáti.

fos_div

Kort
Kort
Veður
Veðurspá
Veiði
Veiði
Veiðivötn
Veiðivötn
fos_map
Kort
Bæklingur
Bæklingur
Framvötn
Veiði
Veiði 2016
Veiði
Veiði 2014
Veiði
Veiði 2013
Veiði
Veiði 2012
Veiði
Veiði 2011
Veiði
Veiði 2010

fos_div

Peacock: Júlí, Ágúst
Watson’s Fancy
Blóðormur: Júní
Black Ghost: Júní,Júlí, Ágúst
Pheasant Tail: Júní
Nobbler orange: ágúst
Nobbler bleikur: ágúst
Watson’s Fancy – Júlí, Ágúst, Sept.