Hreðavatn

Hreðavatn við Bifröst hefur um árabil verið gjöfult veiðivatn í fallegu umhverfi Norðurárdals. Staðsetning þess og nánd við fjölda þekktra orlofssvæða í Borgarfirðinum gerir það að ákjósanlegum valkosti annars margra veiðivatna í Borgarfirði.

Hreðavatn er tæplega 1.2 m2 að flatarmáli í eðlilegu árferði og stendur í tæplega 60 m hæð yfir sjávarmáli. Mesta mælda dýpi þess er rétt innan við 20 m. Til vatnsins rennur Kiðá að sunnan auk nokkurra lækja, en frá vatninu rennur Hrauná við Hálsenda.

Vatnshæð Hreðavatns getur verið nokkuð rokkandi á milli ára og borið hefur við að verulega hafi lækkað í vatninu þegar líður á sumarið síðustu árin, sem þarf þó ekki að vera til vansa fyrir veiðimenn, bleikjuna eða urriðann í vatninu. Við tilbúning þess korts sem hér er að finna var stuðst við loftmynd frá árinu 2020 og mun vatnshæð þá hafa verið með lægra móti og því skal gæta vel að því að sumir merktir veiðistaðir hér geta verið nær utan seilingar í eðlilegu árferði og ekki endilega vaðfært að þeim öllum.

Vatnið hefur verið innan vébanda Veiðikortsins undanfarin ár og eru veiðimenn beðnir um að kynna sér vel veiðimörk sem eiga við korthafa því hér eru merktir veiðistaðir sem eru utan þess svæðis sem kortið gildir á.

Fiskurinn í Hreðavatni er að sögn mest í stærð við pundið en heimildarmenn FOS.IS hafa þó sett í stærri fiska, um og vel yfir 2 pund og eitt er víst, það er nóg af fiski í vatninu sem gerir það að frábærum kosti fyrir jafnt unga sem aldna veiðimenn.

Tenglar

Flugur

Watson’s Fancy
Nobbler (orange)
Griffiths Gnat
Pheasant Tail
Watson’s Fancy
Peacock
Black Ghost
Higa’s SOS

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com