Griffith’s Gnat

Þau eru nánast óteljandi skiptin sem þessi fluga hefur komist á lista yfir ‘Bestu flugur allra tíma’. Flugan er hönnuð af George Griffith með það að leiðarljósi að vera einföld og umfram allt verðugur fulltrúi þurrflugna sem líkja eiga eftir mýflugum. Ef maður flettir þessari upp á netinu þá eru komment eins og ‘Must have’, ‘Overall best’ ekki óalgeng.

Eitt skemmtilegt afbrigði hennar er hnýtt úr svart-lituðum peacock fjöðrum með svörtu hringvafi og örlitlu rauðu skotti bætt við. Þegar ég sá þá flugu fyrst datt mér Black Zulu í hug og silungur í uppitöku þar sem galdraflugan sat á vatninu.

Höfundur: George Griffith
Öngull: Þurrfluguöngull 16 – 24
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: peacock fjöður
Vöf: hringvafin hanafjöður

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
16,20,22,2416,20,22,24

Create a website or blog at WordPress.com