Glammastaðavatn

Stærsta vatnið í Svínadal upp af Hvalfirði heitir Glammastaðavatn. Hin síðari ár hefur vatnið þó fengið viðurnefnið Þórisstaðavatn, væntanlega dregið af bænum Þórisstöðum sem stendur sunnan við vatnið. Vatnið er ekki bara stærst, það er einnig dýpst þeirra þriggja sem í dalnum eru og hefur verið mælt 24 m. þar sem það er dýpst undan Miðkleif. Vatnið er mælt 1,37 ferkílómetri að stærð og geymir áætlaða 9 gígalítra af vatni. Miðað við lítið innstreymi í vatnið er því töluverður endurnýjunartími í því og því getur það hlýnað mikið og haldið hita nokkuð lengi.

Vinsælustu veiðistaðirnir við vatnið eru undan tjaldstæðinu við Þórisstaði, þ.e. gegnt Mjósundi og með ströndinni að Ystukleif. Fleiri góðir staðir eru samt í vatninu og má þar nefna í grennd við Merkjalæk, frá Bátsbletti og undan Miðkleif. Raunar má gera ráð fyrir fiski um allt vatn, bæði urriða og bleikju og þar sem vatnið er stórt má örugglega finna sér góðan stað í næði á þessum slóðum. Fiskurinn er nokkuð misjafn í vatninu, urriðinn 1 – 2 pund, öllu stærri en bleikjan.

Til vatnsins rennur Þverá frá Geitabergsvatni og úr vatninu rennur Selós til Eyrarvatns. Þess ber að geta að veiði í og við þessar ár er með öllu óheimil.

Frá og með 2021 selja Fishpartner leyfi í Glammastaðavatn til almennings, en Veiðifélagar Fishpartner veiða þar frítt. Athugið að veiðileyfi í Glammastaðavatni gildir einnig í Geitabergsvatni og Eyrarvatni.

Tenglar

Flugur

Nobbler (svartur)
Nobbler (orange)
Watson’s Fancy
Blóðormur
Nobbler (rauður)
Humungus
Krókurinn
Peacock

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Veistu ekki alveg hvar efnið er að finna sem þú sækist í? Prófaðu þá að leita á síðunni