Smellið á kort fyrir fulla stærð

Upp frá Hvalfirðinum, handan Saurbæjarháls, liggur Svínadalur. Í dalnum eru þrjú vötn sem lengi hafa verið í uppáhaldi margra veiðimanna. Nyrsta vatnið í dalnum er Geitabergsvatn.

Í vatnið rennur Draghálsá og úr því Þverá til Glammastaðavatns (Þórisstaðavatns). Nokkuð aðgrunnt er nyrst í vatninu og hægt er að vaða töluvert út að dýpi þess en misjafnt er hvort það hafi fært mönnum fisk. Mesta dýpi vatnsins hefur verið mælt 21 m. fyrir miðju vatnsins og það er tæpur ferkílómetri að flatarmáli. Nokkuð djúpur áll liggur til suðurs frá miðju vatni og sagnir herma að þar leynist stórir fiskar. Almennt er besta veiðin í vatninu rétt við Klif, undir Lágum eða þar sem Silungalækur og Mígandi runnu áður í vatnið. Mest er um urriða í vatninu og verða sumir þeirra alveg rígvænir að sögn, 5 – 12 pund.

fos_div

Kort
Kort
Kort
Kort
Veður
Veðurspá
Dýptarkort
Dýptarkort

fos_div

Nobbler – Svartur
Nobbler – orange
Nobbler – hvítur
Blóðormur