FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Framvötn undir ís

    25. apríl 2017
    Ljósmyndir

    Upp

    Forsíða

    24. apríl 2017 – 1. Herbjarnarfellsvatn – 2. Löðmundarvatn – 3. Lifrarfjallavatn – 4. Dómadalsvatn – 5. Eskihlíðarvatn

    Landið skartaði sínu fegurst í gær þegar ég var á leið heim frá útlöndum. Rétt eins og flestir aðrir um borð í flugvélinni, smellti ég af nokkrum vel völdum myndum og þá sérstaklega af nágrenni Veiðivatna og Landmannahellis. Eins og sjá má eru öll vötn í nágrenni Landmannahellis enn undir ís en nú er rétt tæpur einn og hálfur mánuður þar til fært verður að Framvötnum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Bakgrunnur

    8. janúar 2017
    Ljósmyndir

    Upp

    Forsíða

    Góð ljósmynd getur laðað fram tilfinningar, aðdáun og áhuga. Að sama skapi getur léleg mynd, virkað fráhrindandi og orðið til þess að gott myndefni veki enga athygli. Það leynir sér ekkert þegar myndabankarnir mínir eru skoðaðir, t.d. á Instagram, að ég hef helst áhuga á myndefni þar sem veiðiflugur eða landslag er viðfangsefnið. Þegar kemur að því að taka myndir af veiðiflugum, þá finnst mér skipta miklu máli að velja viðeigandi bakgrunn til að laða fram hughrif.

    Ef ég sækist eftir ljósmynd sem á að sýna fluguna nákvæmlega eins og hún er, þá reyni ég að hafa bakgrunn myndarinnar sem hlutlausastan. Hvítur bakgrunnur er alltaf í ákveðnu uppáhaldi hjá mér, en stundum er erfitt að ná hvítu hvítt og því getur verið ráð að hafa hann ljósbláan eða grænan. Umfram allt reyni ég að hafa bakgrunninn ekki of ögrandi, hann má ekki draga athyglina frá flugunni.

    fos_peacock_big

    Ef ég er aftur á móti að setja upp stemmningsmynd af flugu, eitthvað sem á að laða áhorfandann að, þá nota ég stundum kork, blaðsíðu úr bók eða einfaldlega svamp sem ég get stungið flugunni í. Umfram allt reyni ég að hafa bakgrunninn einsleitan og ekki troðfullan af litum.

    fos_higas_svort_raud

    Illa misheppnuð mynd af annars ágætri flugu hefur neikvæð áhrif á áhorfandann og er ekki til þess fallinn að fá mörg like á myndasíðum. Dæmi um slíka mynd er hér að neðan, þar sem ég fór greinilega hamförum í bakgrunninum og flugan geldur verulega fyrir það auk þess sem skott flugunnar fellur óþarflega mikið inn í bakgrunninn. Þarna hefði mér verið nær að velja hlutlausari bakgrunn, kápan á þessari uppáhalds veiðibók minni er allt of ögrandi, ber fluguna eiginlega ofurliði.

    fos_blackzulu_feb_big

    Þetta eru mögulega einhverjir punktar sem vert er að hafa í huga þegar ég tek myndir af flugunum sem ég ætla að setja inn á Febrúarflugur í næsta mánuði.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Urriðadansinn 2014

    18. október 2014
    Ljósmyndir

    Upp

    Forsíða

    Á haustin er það fastur liður margra að heimsækja Þingvelli eða einhvern annan stað þar sem berja má urriðann augum á leið sinni til hrygningar. Hér gefur að líta nokkrar myndir frá Urriðadansinum 2014 og þeim höfðingjum Öxarár og gestum sem gáfu færi á sér til myndatöku.

    This slideshow requires JavaScript.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Myndir frá Urriðadansinum 2013

    13. október 2013
    Ljósmyndir

    Upp

    Forsíða

    This slideshow requires JavaScript.

    Ummæli

    14.10.2013 – Ási: Glæsilegar myndir. Takk fyrir mig.

    15.10.2013 – Arnþór Þórsson: Takk fyrir þessa snilldar síðu, ég er sjómaður og er einn mánuð á sjó í einu og er búin að lesa bloggið þitt upp til agna. Þessi síða varð til þess að ég setti upp mína eigin síðu þar sem ég set inn myndir og video úr leik og starfi. Takk fyrir mig.

    Svar: Takk fyrir mig og hér er tengill á bloggið hans Arnþórs.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Að lúta í gras

    21. september 2013
    Ljósmyndir

    Upp

    Forsíða

    Fífa
    Fífa

    Auðvitað hefur það komið fyrir að maður hefur lotið í gras fyrir veiðigyðjunni þegar ekkert hefur gengið. Og svo hefur maður líka lotið í gras til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni eins og þegar ég rakst á fífubreyðu á bökkum Ölvesvatns á Skaga um árið. Ég efast um að nokkrum manni hefði dottið í hug að leggjast flatur á þessum slóðum, hvað þá með myndavél, en þarna finnst mér sjálfum hafa tekist nokkuð vel til.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hlíðarvatn í Hnappadal

    18. september 2013
    Ljósmyndir

    Upp

    Forsíða

    Hlíðarvatn í Hnappadal
    Hlíðarvatn í Hnappadal

    Um þetta leiti dags, þ.e. þegar sólin stingur sér á bak við fjöllin, breytast mörg vötnin í orustuvöll. Það er kannski þess vegna sem mér finnst þessi mynd þess virði að setja hana hér inn á síðuna. Þetta augnablik þegar lofthitinn fellur og skugginn leggst yfir, jafnvel bara smá hluta vatnsins og stærri fiskurinn leitar upp á grynnra vatn í leit að æti. Þá er ekki verra að vera veiðimaður á bakka.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
1 2 3 4
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar