
Auðvitað hefur það komið fyrir að maður hefur lotið í gras fyrir veiðigyðjunni þegar ekkert hefur gengið. Og svo hefur maður líka lotið í gras til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni eins og þegar ég rakst á fífubreyðu á bökkum Ölvesvatns á Skaga um árið. Ég efast um að nokkrum manni hefði dottið í hug að leggjast flatur á þessum slóðum, hvað þá með myndavél, en þarna finnst mér sjálfum hafa tekist nokkuð vel til.