FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Sílableikja

    28. september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Sílableikjan er silfruð með ljósum doppum. Hún heldur sig mest á botninum, frekar djúpt og þá helst innan um botngróður á 10 – 30 m dýpi. Þrátt fyrir þetta má almennt vænta sílableikju á nánast öllum búsvæðum bleikju. Sílableikjan dökknar mikið á höfði, hliðum og baki á hryggningartímanum og líkt og kuðungableikjan, roðnar hún á kviði. Fiskurinn verður kynþroska 6 – 10 ára og hryggning stendur yfir allt frá september og fram í nóvember.

    Sílableikja – Náttúrufræðistofa Kópavogs – natkop.is

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Kuðungableikja

    28. september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Kuðungableikjan er með dökkt bak og silfraðar hliðar. Á hryggningartímanum roðnar kviður bleikjunnar all verulega og getur orðið dökk appelsínugulur. Þrátt fyrir nafnið lifir kuðungableikjan ekki aðeins á kuðungi, heldur leggur sér einnig til munns mý, hornsíli og ýmiss botnlæg dýr. Kynþroska verður fiskurinn 6 – 10 ára og er þá á bilinu 25 – 50 sm að lengd. Bleikjur, ólíkt öðrum laxfiskum, hryggna að öllu jöfnu í vatni, ekki ám eða lækjum. Hafi hryggning átt sér stað í straumvatni, ganga seyðinn strax í næsta vatn um leið og þau klekjast. Hryggning á sér að öllu jöfnu stað í júlí – ágúst. Klaktími er nokkuð misjafn, alveg frá því í janúar og fram í júli, allt eftir hitastigi, stærð eggja og umhverfisaðstæðum hverju sinni.

    Kuðungableikja

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Dvergbleikja

    28. september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Dvergbleikja er smæst þeirrar bleikju sem finnast á Íslandi. Kynþroska verður fiskurinn 2 – 4 ára og er á bilinu 7 – 24 sm að lengd. Hryggningartími dvergbleikju er mjög mismunandi eftir landshlutum, ág.- sept. fyrir norðan land, mánuði síðar sunnanlands. Dvergbleikja heldur sig á grynningum eða efri hluta botnsins og lifir mest á kuðungum. Hún er sá stofn bleikju sem virðist vera bundin í útliti seyðis um allan aldur; er kubbsleg í vexti, dökkleit, oft brún og hliðarnar alsettar gulleitum depplum.

    Dvergbleikja

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Regnbogasilungur

    28. september 2010
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Regnbogasilungur lat: Oncorhynchus mykiss á sér ekki náttúruleg heimkynni á Íslandi en var fluttur hingað til eldis um miðja síðustu öld. Eitthvað er um að regnbogasilungi sé/hafi verið sleppt í vötn á Íslandi en hann á afar erfitt með að koma seyðum á legg þar sem hann, ólíkt öðrum silungi í Evrópu, hryggnir að vori en ekki hausti.

    Mynd: Wikipedia / public-domain-image.com

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Double haul, then shoot

    23. september 2010
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Stutt klippa þar sem tvöfalt ‘haul’ er sýnt skýrt og greinilega. Það fer víst ekki framhjá neinum að mér finnast klippurnar frá Bumcast frábærar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Roll Cast – Nýr trailer frá Bumcast

    29. ágúst 2010
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Get ekki stillt mig um að setja nýjasta trailerinn frá Bumcast hérna inn. Segi það enn og aftur, get varla beðið eftir DVD útgáfunni. Flottar tökur og glæsileg köst.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 147 148 149 150 151 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar