Sjóbleikjan er frábrugðin vatnableikjunum að því leiti að hún dvelur öll sumur eftir að seiðastigum sleppir í sjó. Beikjan gengur í sjó í apríl eða maí og dvelur þar allt sumarið. Þegar sumri hallar og fram á haust gengur fiskurinn aftur í árnar þar sem hann hryggnir í september og október. Klakið á sér stað snemma vors, frá mars og út maí. Rannsóknir hafa sýnt að ókynþroska fiskur gengur síðar upp í ár heldur en sá kynþroska. Þannig má segja að ókynþroska fiskur dvelji að jafnaði lengur í sjó heldur en sá kynþroska. Þar á móti kemur að kynþroska fiskur gengur fyrr til sjávar heldur en seiðin sem eru að fara í fyrsta skiptið. Búsvæði sjóbleikju er helst fyrir norðan og austan land, einna helst þar sem sjóbirtingur er ekki.
