FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Misbrestur – Asi á flugunni?

    15. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Það er einkennileg árátta hjá manni að leyfa flugunni ekki að vera í vatninu. Asi á flugunni þýðir að hún eyðir skemmri tíma í vatninu og meiri í loftinu, hvað þá þegar maður notar fleiri en 1-2 falsköst til að koma henni á sinn stað. Þá er tvennt í stöðunni; hægja á inndrættinum og fækka falsköstum.

    • Einhver algengustu mistök veiðimanna er of mikill hraði í inndrætti. Hægðu á þér, það er sjaldnast að við séum að veiða með eftirlíkingu af sprettfiski, lirfur og bobbingar hreyfa sig merkilega lítið.
    • Fluga þarf að vera á eða í vatninu til að veiða. Fækkaðu falsköstum, þá eyðir flugan meiri tíma í að veiða.

     

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Misbrestur – Slök lína

    14. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Slakur veiðimaður gerir færri mistök en sá spennti. En því er hreint ekki þannig farið með línuna, slök lína fjölgar mistökunum. Ég hef heyrt margar ágiskanir um fjölda fiska sem við missum af vegna þess að línan er slök og við annað hvort finnum ekki eða erum allt of sein að bregðast við þegar fiskur tekur.

    – Ef fluguna rekur, fyrir vindi eða straumi, gættu þess að taka slakann af línunni þannig að þú takir örugglega eftir þegar hann nartar.
    – Ef þú sérð illa til, settu tökuvara á áætlaða dýpt og dragðu inn þar til tökuvarinn hreyfist. Þá ertu á tánum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Misbrestur – Allt rétt nema…

    13. janúar 2011
    Línur og taumar

    Upp

    Forsíða

    Það getur verið verulega ergjandi þegar maður er búinn að fylgja öllum leiðbeiningum (læðast að vatninu, skoða lífríkið, fylgjast með atferli og velja flugu af kostgæfni) þegar maður sér fluguna beinlínis stífna upp eða druslast í inndrættinum. Engin eðlileg hreyfing og því ekkert aðdráttarafl. Eftir nokkur svona tilfelli þá kviknaði loksins á perunni hjá mér, taumurinn. Er ég örugglega með réttan taum og taumaenda? Taumurinn hefur ekki aðeins áhrif á það hvernig flugan leggst í kastinu, heldur og einnig hvernig hún hagar sér í inndrætti. Þegar ég fór að styðjast við eftirfarandi þumalputtareglu þá fóru flugurnar að haga sér mun betur:

    • Deildu í flugustærðina með fjórum og veldu taum og taumenda m.v. útkomuna. Dæmi: Taumur fyrir flugu á öngli nr. 12 ætti að vera 12 / 4 = 3x. Ef þú ert ekki viss um stærð flugunnar, taktu gott gisk og lækkaðu taumstærðina um 1x.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Misbrestur – Vindhnútur

    12. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Ein ástæða vindhnúta er að ferill stangartoppsins heldur ekki beinni línu (180°) frá fremra stoppi til þess aftara. Vegna þess að línan fylgir í raun alltaf toppi stangarinnar getur komið slynkur á hana undir þessum kringumstæðum og flugan fellur niður fyrir línuna og flækist. Lausnin er einföld; haldið kastferlinum í 180° eða reisið stöngina eilítið í bakkastinu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Misbrestur – Í hnakkann

    11. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Eftir að hafa fengið ófáar flugurnar í höfuðið, í orðsins fyllstu merkingu, fékk ég smá tilsögn; Ástæðan fyrir því að þú færð fluguna svona oft í hnakkann er slakur úlnliður og því stoppar þú ekki nógu ákveðið í bakkastinu. Snúðu höfðinu en ekki úlnliðnum og fylgstu með aftara stoppinu. Og viti menn, ég týndi færri flugum eftir þetta og hnakkinn er alveg við það að gróa. Sem sagt; ef hornið á milli stangar og framhandleggjar er meira en 30°og/eða aftara stopp er eftir kl.1, þá opnast kasthjólið í bakkastinu og línan fer sínar eigin leiðir.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Misbrestur – Ekkert kasthjól

    10. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Eitt af því sem hrjáði mig lengi vel í fluguköstum, sérstaklega ef ég var búinn að vera lengi að berja vatnið, var að kasthjólið sem línan myndar í framkastinu hvarf. Það bara gufaði upp og bakkastið seig  niður í jörðina. Lengi vel skrifaði ég þetta á hverja aðra þreytu en svo kom orsökin í ljós. Í stað þess að kastferillinn væri tiltölulega stuttur, þ.e. kraft horn á milli fremstu stöðu og þeirrar öftustu, varð hann gleiður, eins og höndin héldi ekki lengur við í fremra og aftara stoppi. Lækningin var einföld; stöðugri úlnliður, öruggara grip og þar með styttri, skarpari kastferill. Sem sagt, ekki þreyta heldur léleg tækni, halda ferli stangarinnar í 180° línu frá aftara til fremra stopps.


    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 142 143 144 145 146 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar