Mýflugur eru mikilvæg fæða silungs á öllum stigum, þ.e. sem lirfur, púpur og flugur. Sem lirfur halda þær sig mest á botni vatnsins, en leita gjarnan frá botninum þegar þær komast á púpustigið. Þegar þær síðan komast á klakstigið og umbreytast í flugur gerist það í og við vatnsborðið.
Mýlirfur – Flugur sem líkja eiga eftir þessu stigi mýflugunnar eru m.a.:



Allar eru þessar flugur áberandi rauðar til að líkja eftir blóðrauð- anum sem lirfurnar safna til að halda lífi í köldu vatninu. Bestu skilyrðin til að veiða á þessa tegund flugna er í lítilli eða dvínandi birtu, á eða sem næst botninu með eins litlum inndrætti og unnt er.
Púpur – Flugur sem líkja eiga eftir mýpúpum eru m.a.:



Veiðiaðferðin með þessum flugum er fyrst og fremst; hægt. Inndrátturinn helst með rólegum fingurvafningum og góðum hléum á milli. Fyrirmyndirnar eru frekar hægfara og því um að gera að apa sem mest eftir þeim.
Það er kannski ekki úr vegi að hafa þessar í huga þegar maður situr við hnýtingarnar þessa dagana.