Það er einkennileg árátta hjá manni að leyfa flugunni ekki að vera í vatninu. Asi á flugunni þýðir að hún eyðir skemmri tíma í vatninu og meiri í loftinu, hvað þá þegar maður notar fleiri en 1-2 falsköst til að koma henni á sinn stað. Þá er tvennt í stöðunni; hægja á inndrættinum og fækka falsköstum.
- Einhver algengustu mistök veiðimanna er of mikill hraði í inndrætti. Hægðu á þér, það er sjaldnast að við séum að veiða með eftirlíkingu af sprettfiski, lirfur og bobbingar hreyfa sig merkilega lítið.
- Fluga þarf að vera á eða í vatninu til að veiða. Fækkaðu falsköstum, þá eyðir flugan meiri tíma í að veiða.