FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Að rétta úr taum

    27. janúar 2011
    Línur og taumar

    Upp

    Forsíða

    Einþátta krullaðir taumar eru óspennandi. Einfalt ráð til að rétta úr þeim er að taka venjulegt PVC strokuleður, skera grannt V í endan á því og renna tauminum hægt en ákveðið í gegnum það. Hitinn sem myndast við að taumurinn rennur í gegnum strokuleðrið réttir úr honum + þú þrífur af honum öll óhreinindi og svo fer ekkert fyrir storkuleðrinu í veiðivestinu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Double haul – Tvítog

    26. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Rétt tvítog getur hjálpað þér að ná lengri köstum. Eins er gott að hafa það í huga að með tvítogi þrengist kasthjólið og það verður því fyrir minni áhrifum vinds en ella, eitthvað sem kemur sér oft vel á Íslandi.

    1 – Þegar þú hefur tekið línuna upp og ert lagður af stað í bakkastið, togaðu ákveðið í hana þannig að stöngin hlaði sig enn meira en aðeins fyrir áhrif línunnar í vatninu.

     

     

     

     

    2 – Þegar bakkastinu er við það að ljúka, leyfir þú línunni að renna eins langt aftur og hleðsla stangarinnar leyfir. Gættu þess aðeins að sleppa ekki of mikilli línu út í bakkastið þannig að hún kuðlist ekki niður fyrir aftan þig. Þegar línan hefur rétt fyllilega úr sér, hefur þú framkastið …..

     

     

     

     

     

    3 – Á sama máta og þú hófst bakkastið, togar þú ákveðið í línuna í upphafi framkastsins þannig að stöngin hlaðist enn og aftur.

     

     

     

     

     

    4 – Þegar stöngin nálgast stoppið kl. 11, sleppir þú línunni (leyfir henni að renna lausri í hendi) þannið að það lengist í kastinu.

     

     

     

     

    Tímasetningin í tvítogi skiptir miklu máli og mörgum hefur reynst erfitt að samhæfa hreyfingar línu- og stangarhandar þannig að krafturinn nýtist til fullnustu, en í þessu eins og flestu öðru þá gildi að æfa, æfa, æfa ……..

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • False Cast – Falskast

    25. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Þegar skipta skal um stefnu kasts og/eða lengja í því er ágætt að kunna skil á falskasti. Fyrir þá sem veiða á þurrflugu er nauðsynlegt að kunna falskast til að þurrka fluguna á milli þess að hún er lögð út.

    1 – Byrjaðu eins og í venjulegu yfirhandarkasti (1, 2 og 3 í Yfirhandarkast).

     

     

     

     

     

     

    2 – Þegar línan hefur rétt úr sér í bakkastinu, hefur þú venjulegt framkast. Ef þú vilt lengja í kastinu, skammtarðu aðeins meiri línu út með því að láta hana renna fram úr línuhendinni.

    Ef þú vilt forðast að auka-línan sem þú ætlar í framkastið liggi í vatninu og sé því þyngri en sú sem leikur í lausu lofti, prófaðu að taka aðeins meira út af hjólinu og smeygja lykkjunni upp í þig (klemma hana á milli varanna). Ég sá Mel Krieger gera þetta í nokkrum veiðiklippum og prófaði sjálfur, hrein snilld, mun léttari lína í framkasti.

     

    3 – Hefðbundið framkast, með ákveðnu stoppi kl. 11, en í stað þess að leggja stöngina niður þegar lína hefur rétt úr sér, ferðu beint í bakkastið aftur (1). Þegar stönginn hefur náð efstu stöðu getur þú skammtað aðeins meiri línu út, alveg eins og í framkastinu.

     

     

    Endurtakið falskastið eins oft og þurfa þykir til að finna rétta staðsetningu fyrir fluguna eða til að lengja í kastinu. Mundu aðeins að því lengur sem flugan er í loftinu er fiskurinn öruggur og hann getur meira að segja grætt á ógætilegum falsköstum og forðað sér. Stilltu falsköstum í hóf.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Roll Cast – Veltikast

    24. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Þar sem svigrúm er takmarkað fyrir bakkastið er gott að ráða vel við veltikastið.

    1 – Lyftu stönginni rólega beint upp og eilítið aftur fyrir kl.1 Með því ættir þú að mynda einhvers konar D séð frá þér til hægri þar sem beini leggurinn er stöngin og belgurinn er línan frá stangartoppi og niður að vatnsfleti.

     

     

     

     

    2 – Leggðu af stað með ákveðnu, auknu átaki í framkast og stöðvaðu ákveðið c.a. kl. 11.

     

     

     

    3 – Leyfðu línunni að velta fram og út á vatnsborðið meðan þú lækkar stöngina hægt en ákveðið niður í neðstu stöðu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Overhead – Yfirhandarkast

    23. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Yfirhandarkastið er notað til að lyfta línunni upp af vatnsfletinum og staðsetja hana að nýju, með eða án lengingar í línunni.

    1 Snúðu beint að flugunni eða þeim stað sem þú vilt að hún lendi á. Gættu þess að taka allan slaka ef línunni áður en þú byrjar að reisa stöngina. Að öðrum kosti er viðbúið að stöngin hlaðist ekki og kastið misheppnist.

     

     

    2 Reistu stöngina með ákveðinni, vaxandi hreyfingu beint upp. Þetta losar fluguna upp af vatnsborðinu og gerir stöngina tilbúna í hröðun….

     

     

     

    3 Auktu hraðan með vaxandi átaki. Þessi hreyfing mun hlaða stöngina krafti og gera þér kleift að láta línuna rétta úr sér fyrir aftan þig, í bakkastinu.

     

     

     

     

     

    4 Stöðvaðu stöngina ákveðið að baki þér, ekki síðar en c.a. kl.1. Ákveðnara og hærra stopp í bakkasti myndar þrengra og fallegra kasthjól.

     

     

     

     

    5 Haltu stönginni í fasti stöðu þar til þú finnur að línan hefur rétt úr sér. Létt átak línunnar gefur þér til kynna að nú sé lag að hefja framkastið með jöfnu, stigvaxtandi átaki fram til kl.11 þar sem þú stöðvar hana ákveðið….

     

     

     

     

    6 Þegar línan hefur rétt úr sér í framkastinu, lækkar þú stöngina og fylgir henni og flugunni eftir niður á vatnsborðið.

     

     

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Púpur og niðurtalning

    22. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.

    Niðurtalning Þessi aðferð við að skanna dýpið sem veitt er á getur komið sér mjög vel þegar veitt er með púpum. Hún fellst einfaldlega í því að velja sér ákveðna tölu til að byrja með og telja rólega upp að henni þegar línan hefur lagst á vatnið. Þegar tölunni hefur verið náð byrjar maður inndráttinn eins og maður telur hæfa (hægt, miðlungs, hratt, stutt, miðlungs, langt). Í næsta kasti hækkar maður töluna um einn þannig að flugan sekkur eilítið dýpra og síðan endurtekur maður þetta í hverju kasti. Með þessu næst markviss skönnun á dýpinu eða allt þar til maður finnur fyrir botninum. Aðal trikkið er síðan að muna töluna sem maður var komin upp í þegar fiskurinn beit á.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 140 141 142 143 144 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar