FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Vindurinn

    8. janúar 2015
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Hvað er þetta eiginlega með vindátt og veiði? Í sumar sem leið var nokkuð viðvarandi vindátt hér sunnan heiða sú vestlæga. Um leið og einhver veiðimaður kom með öngulinn í rassinum frá Þingvöllum, þá stóð ekki á skýringunni; Helv… vestanáttin, það gefur aldrei á Þingvöllum í vestanátt.

    Einn kunningi minn sagði svipað um Hlíðarvatn í Selvogi, annar sagði reyndar suð-vestan, en það skiptir kannski ekki mestu máli. Það sem ég velti fyrir mér er aftur á móti hvort einhver skýring sé á þessari trú manna. Auðvitað leitaði ég á náðir netsins og leitaði. Jú, eitthvað höfðu menn um vindáttir að segja. Vestanhafs sögðu menn “when the wind is in the east, the fish bite the least” og til mótvægis “when the wind’s in the west, the fish bite the best”. Eitthvað stangaðist þetta nú á við upplifun manna hér á Íslandi en getur átt sér náttúrulegar skýringar.

    Landsynningur, þ.e. suðaustanátt sem kemur á undan skilum lægðar, ber yfirleitt með sér hlýtt loft og stöðugara. Ekki endilega betra, en í það minnsta stöðugra. Útsynningurinn / suðvestanáttin sem á ættir sínar að rekja til kaldari svæða í vestri, dregur aftur á móti með sér óstöðugt loft og við getum átt von á öllum skollanum inn á milli bjartra stunda.

    En hvað kemur þetta fiskinum við? Jú, ef eitthvað er hægt að segja um blessaðan silunginn, þá er það að hann vill helst af öllu hafa hlutina í nokkuð föstum skorðum og er ekkert sérstaklega hrifin af mikilli tilbreytingu í veðrinu. Ræður þar væntanlega mestu hitastig þar sem hann er jú með kalt blóð og hægir verulega á líkamsstarfseminni ef snögglega kólnar, t.d. þegar kaldur gustur læðist inn að vatninu, hvað þá ef vestan kalsa rigning fylgir með.

    Ástæðan fyrir þessum viðsnúningi vestan hafs er væntanleg að kalda loftið þeirra berst að austan þegar kaldur Austur-Grænlandsstraumurinn laumast niður með austurströnd Norður-Ameríku.

    Vestanátt?
    Vestanátt?

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Geðsleg veiði

    14. október 2014
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Hversu öflug tenging ætli sé að milli veiðimanns og fisks? Auðvitað vill veiðimaðurinn að það sé nokkuð örugg tenging, helst lína, taumur og fluga sem er vel föst í fiskinum. En, getur verið að það sé einhver önnur tenging til staðar sem veiðimenn gera sér endilega ekki alltaf grein fyrir? Eitthvað sem fiskurinn skynjar en við ekki.

    Ég er væntanlega ekki sá eini sem hef orðið fyrir því að vera eitthvað illa stemmdur þegar ég er komin í veiðina. Stundum er vinnan eitthvað að naga mann eftir daginn eða það örlar á einhverjum pirringi út af einu eða öðru þegar komið er að vatninu. Þegar best lætur undir þessum kringumstæðum þá fjarar vinnan og pirringurinn út eftir nokkur köst og maður slakar á og fer að njóta þess að bara vera og hlutirnir fara að ganga upp. En stundum nær maður bara alls ekki að losa sig við vinnuna eða pirringinn og þá er eins og fiskurinn verði var við það og ekkert gengur upp. Það er alveg saman hvar maður ber niður, hvaða flugu maður notar, stuttur taumur eða langur, ekkert gerist. Mest áberandi er þetta þegar maður fer í félagi við annan og hann veiðir og veiðir á nákvæmlega sömu stöðunum. Undir þessum kringumstæðum hefur mér reynst einna best að láta mig hverfa, rölta eitthvað út eða inn með vatninu, baða eina og eina flugu og sjá til hvort ekki rofar til í kollinum.

    Engin veiði hér
    Engin veiði hér

    Svo eru þeir sem mæta til veiði á kolröngum forsendum. Veðrið er ómögulegt, enginn fiskur í þessu bévítans vatni og síðustu sögur af veiði tómt skrök. „Veiddir þú á þetta? Það getur ekki verið, ég prófaði og fékk ekki högg“ „Fiskur hérna? Nei, ekki séð einn einasta“, „Veiðist hérna? Nei, aldrei veitt neitt hérna“, „Það er ENGINN fiskur í þessu vatni, þetta er bara eitt stórt hrun“. Að veiða með sól í sinni er ef til vill ekki minna um vert heldur en með sól í heiði. Ekki draga dumbundinn með þér í veiði.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Vorið góða, grænt og hlýtt…

    11. mars 2014
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Vök á Elliðavatni
    Vök á Elliðavatni

    Já, þar til fyrir skemmstu var ég eiginlega klár með nokkra punkta í kollinum fyrir vorveiði undir bestu kringumstæðum. Ég geri mér grein fyrir að margir norðan heiða eru ekkert sérstaklega komnir í gírinn fyrir vorið. Það hefur meira að segja slegið fyrir fréttum og athugasemdum af sót-svartri veiðispá fyrir komandi sumar. Ætli maður leyfi nú ekki vorinu aðeins að taka fyrstu skrefinn áður en maður slær vertíðina af.

    Að vísu hefur veðrið hér sunnan heiða heldur tekið afturkipp og við fengið smá ábót á veturinn. Hvað um það, veturinn þarf alls ekki að fara illa með vötnin okkar, jafnvel langt fram eftir vori. Þó mörg þeirra vatna sem opna 1. apríl verði ísilögð að stórum hluta, þá þarf oft ekki nema smá vök til að kveikja í fiskinum. Við vitum að súrefni í vatni hefur mikið aðdráttarafl fyrir fiskinn í vötnunum. Það er þekkt trikk að renna flugu við eða í grennd við ísskörina að vori. Þarna lúrir fiskurinn í ýmsum erindum. En hvað er hann svo sem að gera þarna? Jú, að vori losna allskynns pöddur úr ísnum sem hafa frosið þar fastar á umliðnum vikum og þessar pöddur gerir fiskurinn sér að góðu. Þessu til viðbótar má nefna að þegar ísinn bráðnar losnar töluvert af súrefni út í vatnið og það líkar fiskinum vel. Fyrstu skordýrin laðast þar að auki að þessu súrefni og fyrstu sólargeislunum sem læðast niður í vatnið um vakirnar.

    Eins og dægurskálið sagði um árið; Horfðu á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri. Það hýtur að vora á endanum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Heill sveipur af mat

    6. mars 2014
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Púpa rykmýs
    Púpa rykmýs

    Er virkilega hægt að segja að ‚heill sveipur af mat‘ sé á ferðinni? Jú, það er virkilega hægt og það er ekki langt þangað til að við getum orðið vitni að þessu. Á þeim stöðum sem mýflugan er mest áberandi í vötnunum okkar er lífríkið heldur í rauðari kantinum núna. Lirfur mýflugunnar halda sig sem fastast, í eiginlegri merkinu þess orðs, á botninum. Rauðar og áberandi eru þær eins og negldar niður á botninn en þess er ekki eins langt að bíða og menn gætu haldið að þær losi sig upp af botninum þegar þær taka út næsta síðustu umbreytingu sína, frá lirfu til púpu.

    Það er síðan púpan sem brýst um á leið sinni upp að yfirborðinu þar sem hún tekur síðustu umbreytingu sína í flugu. Stök fluga æsir örugglega ekki stóran fisk til töku á leið sinni upp að yfirborðinu, en öðru máli gegnir þegar þær eru margar saman í hóp. En púpurnar taka alls ekki upp á því í hópum að losa sig af botninum og brjótast upp að yfirborðinu. Klak flugunnar er nokkuð dreift í vatninu, jafnvel innan ákveðinna staða í vatninu sem hlýna fyrr en aðrir. Þegar við verðum vör við flugu á yfirborðinu, svona í heilum sveipum og dökka flekki púpuhylkja við bakkana, þá er það straumurinn í vatninu sem hefur þjappað dreifðu klaki saman á einn stað eða í sveip á yfirborðinu. Það er undir þessum kringumstæðum að stóri fiskurinn tekur sig til og úðar í sig flugunni. Fram að þeim tíma á sá litli sviðið. Svei mér, mig dreymir heila sveipi af mat…..

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Aðgát við gróður

    18. janúar 2014
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Eins pirrandi eins og gróðurinn getur verið þegar maður er byrjaður að veiða, þá er hann nú samt einn besti vinur veiðimannsins. Þar sem er gróður, þar er líf. Það er nú þannig að flest skordýr sem fiskurinn étur lifa á eða í gróðri, þannig að mestar líkur eru á að fiskurinn sé ekki langt undan. Síðan má ekki gleyma því að gróðurinn veitir fiskinum skjól og fyllir á súrefnisbirgðir vatnsins.

    Gróðurinn í vatninu þarf sólarljós til geta stundað ljóstillífum, þ.e. framleitt súrefni. Þess vegna er það að gróðurinn er oft líflegastur og mestur á grynnri svæðum vatnsins, þetta niður á 7-9 m. dýpi. Flestum þykir það víst alveg nóg dýpi, en gróður finnst nú samt miklu neðan en það. Á grynnstu svæðum vatnsins vex gras og stör sem teygir sig hátt upp fyrir vatnsborðið. Hrein og bein ávísun á bölvað vesen ef maður smellir flugunni út í miðjan vöndulinn. Þar sem dýpið hefur náð rétt um 2 m breytist gróðurinn yfirleitt aðeins. Þar finnum við rótfastan gróður með löngum stilkum sem teygja sig í átt að yfirborðinu þar sem stönglarnir greinast gjarnan í strá eða blöð sem leggjast út yfir vatnsflötinn. Enn neðar í vatnsbolnum finnum við síðan rótfastan gróður og lágvaxnari þörungar. Ef einhver heldur að þetta sé lífvana svæði, þá er það mikill misskilningur. Hér leita skjóls og þrífast minni skordýr í þúsundatali á hverjum fermetra, nærri óþrjótandi uppspretta fæðu verði umhverfið ekki fyrir raski. Það þarf ekki mikið rask frá okkur mönnunum til þurrka gróðurinn út af stórum svæðum í vötnum.

    Hin síðari ár hafa vísindamenn beint auknum sjónum að þessu mikilvæga svæði íslenskra vatna, m.a. Þingvallavatns þar sem tærleiki vatnsins þverr með hverju árinu sem líður, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Áhrifavaldar þar eru væntanlega svipaðir þeim sem þekktir eru erlendis; aukin notkun tilbúins áburðar á grenndarsvæðum og almenn og tilfallandi mengun frá umferð og mannabústöðum. Minnkandi tærleiki hefur síðan letjandi áhrif á vöxt plantna, skordýra og þannig fiskistofna í vatninu. Góður er ekki sjálfgefinn í því umhverfi sem við höfum hve mest áhrif á.

    fos_graseyja
    Eyja eða gras?

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Laxárvatnsvirkjun #1

    22. október 2013
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að RARIK hættir rekstri Laxárvatnsvirkjunar um næstu áramót. Þegar ég frétti fyrst af þessu laumaðist aftur að mér hugmynd sem fyrst hafði vaknað þegar ég renndi yfir nokkrar skýrslu Veiðimálastofnunar um Laxá á Ásum, sjá hér. Hugmyndin litaðist svolítið af þeirri vakningu sem orðið hefur á umliðnum árum um endurheimt náttúrulegra vatnsfarvega í heiminum. Og viti menn; Vötn og veiði voru fyrstir með fréttirnar eins og svo oft áður í gær Laxá á Ásum: Virkjun hætt, stíflur rifnar. Þessar stíflur, Laxárvatnsstífla og Svínavatnsstífla sem reistar voru á upphafsárum virkjunarinnar á miðjum 4 áratug síðustu aldar verða loksins rifnar og Laxá á Ásum endurheimtir óskiptan farveg sinn frá upptökum til ósa. Þetta einstaka tækifæri okkar til að færa vatnasviðið til fyrra horfs ætlar raunverulega að verða að veruleika.

    Það álit fræðinga var þegar orðið ljóst árið 1987 að virkjunarsvæðið sem nú verður endurheimt „verði að telja að svæðið væri mun betra uppeldissvæði ef Laxárvatnsstíflan væri ekki til staðar“ heimild: Fiskistofa. Úr skýrslum Veiðimálastofnunar hefur mátt lesa mörg undanfarin ár að ítrekað hefur farvegur Efri-Laxár frá útfalli Svínavatns þornað og því hefur viðkoma seiða á þeim slóðum oft verið mjög léleg.

    Þrátt fyrir að menn renni töluvert blint í sjóinn með niðurrif þessara stíflna og viti ógjörla hvaða áhrif þessi framkvæmd hefur til lengri tíma hvað varðar lífríkið á þessum slóðum, er þetta frábært fyrsta skref í endurheimt náttúrulegra vatnsfarvega á Íslandi. Til hamingju með áfangan.

    Laxárvatnsstífla
    Laxárvatnsstífla

    Ummæli

    22.10.2013 – Valdimar Sæmundsson: Væri ekki ráð að gera hið sama fyrir Skorradalsvatn? Víða er mjög aðgrunnt við vatnið og eru hrygningarstöðvar stöðugt eyðilagðar með því að hækka og lækka stöðugt í vatninu. Breytingin er alltaf fyrirvaralaus og mjög hröð, allt að meter innan mánaðar.

    Svar: Jú, miðað við það sem maður hefur lesið um bakkarof og sveiflur í vatnshæð í Skorradalnum væri það ekki svo vitlaus hugmynd. Annars eru nokkrar stíflurnar sem manni dettur í hug sem betur hefðu aldrei verið byggðar hvort heldur vegna virkjana eða vatnsmiðlunar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 7 8 9 10 11 … 14
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar