Heill sveipur af mat

Púpa rykmýs
Púpa rykmýs

Er virkilega hægt að segja að ‚heill sveipur af mat‘ sé á ferðinni? Jú, það er virkilega hægt og það er ekki langt þangað til að við getum orðið vitni að þessu. Á þeim stöðum sem mýflugan er mest áberandi í vötnunum okkar er lífríkið heldur í rauðari kantinum núna. Lirfur mýflugunnar halda sig sem fastast, í eiginlegri merkinu þess orðs, á botninum. Rauðar og áberandi eru þær eins og negldar niður á botninn en þess er ekki eins langt að bíða og menn gætu haldið að þær losi sig upp af botninum þegar þær taka út næsta síðustu umbreytingu sína, frá lirfu til púpu.

Það er síðan púpan sem brýst um á leið sinni upp að yfirborðinu þar sem hún tekur síðustu umbreytingu sína í flugu. Stök fluga æsir örugglega ekki stóran fisk til töku á leið sinni upp að yfirborðinu, en öðru máli gegnir þegar þær eru margar saman í hóp. En púpurnar taka alls ekki upp á því í hópum að losa sig af botninum og brjótast upp að yfirborðinu. Klak flugunnar er nokkuð dreift í vatninu, jafnvel innan ákveðinna staða í vatninu sem hlýna fyrr en aðrir. Þegar við verðum vör við flugu á yfirborðinu, svona í heilum sveipum og dökka flekki púpuhylkja við bakkana, þá er það straumurinn í vatninu sem hefur þjappað dreifðu klaki saman á einn stað eða í sveip á yfirborðinu. Það er undir þessum kringumstæðum að stóri fiskurinn tekur sig til og úðar í sig flugunni. Fram að þeim tíma á sá litli sviðið. Svei mér, mig dreymir heila sveipi af mat…..

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.