Vindurinn

Hvað er þetta eiginlega með vindátt og veiði? Í sumar sem leið var nokkuð viðvarandi vindátt hér sunnan heiða sú vestlæga. Um leið og einhver veiðimaður kom með öngulinn í rassinum frá Þingvöllum, þá stóð ekki á skýringunni; Helv… vestanáttin, það gefur aldrei á Þingvöllum í vestanátt.

Einn kunningi minn sagði svipað um Hlíðarvatn í Selvogi, annar sagði reyndar suð-vestan, en það skiptir kannski ekki mestu máli. Það sem ég velti fyrir mér er aftur á móti hvort einhver skýring sé á þessari trú manna. Auðvitað leitaði ég á náðir netsins og leitaði. Jú, eitthvað höfðu menn um vindáttir að segja. Vestanhafs sögðu menn “when the wind is in the east, the fish bite the least” og til mótvægis “when the wind’s in the west, the fish bite the best”. Eitthvað stangaðist þetta nú á við upplifun manna hér á Íslandi en getur átt sér náttúrulegar skýringar.

Landsynningur, þ.e. suðaustanátt sem kemur á undan skilum lægðar, ber yfirleitt með sér hlýtt loft og stöðugara. Ekki endilega betra, en í það minnsta stöðugra. Útsynningurinn / suðvestanáttin sem á ættir sínar að rekja til kaldari svæða í vestri, dregur aftur á móti með sér óstöðugt loft og við getum átt von á öllum skollanum inn á milli bjartra stunda.

En hvað kemur þetta fiskinum við? Jú, ef eitthvað er hægt að segja um blessaðan silunginn, þá er það að hann vill helst af öllu hafa hlutina í nokkuð föstum skorðum og er ekkert sérstaklega hrifin af mikilli tilbreytingu í veðrinu. Ræður þar væntanlega mestu hitastig þar sem hann er jú með kalt blóð og hægir verulega á líkamsstarfseminni ef snögglega kólnar, t.d. þegar kaldur gustur læðist inn að vatninu, hvað þá ef vestan kalsa rigning fylgir með.

Ástæðan fyrir þessum viðsnúningi vestan hafs er væntanleg að kalda loftið þeirra berst að austan þegar kaldur Austur-Grænlandsstraumurinn laumast niður með austurströnd Norður-Ameríku.

Vestanátt?
Vestanátt?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com