Vök á Elliðavatni
Vök á Elliðavatni

Já, þar til fyrir skemmstu var ég eiginlega klár með nokkra punkta í kollinum fyrir vorveiði undir bestu kringumstæðum. Ég geri mér grein fyrir að margir norðan heiða eru ekkert sérstaklega komnir í gírinn fyrir vorið. Það hefur meira að segja slegið fyrir fréttum og athugasemdum af sót-svartri veiðispá fyrir komandi sumar. Ætli maður leyfi nú ekki vorinu aðeins að taka fyrstu skrefinn áður en maður slær vertíðina af.

Að vísu hefur veðrið hér sunnan heiða heldur tekið afturkipp og við fengið smá ábót á veturinn. Hvað um það, veturinn þarf alls ekki að fara illa með vötnin okkar, jafnvel langt fram eftir vori. Þó mörg þeirra vatna sem opna 1. apríl verði ísilögð að stórum hluta, þá þarf oft ekki nema smá vök til að kveikja í fiskinum. Við vitum að súrefni í vatni hefur mikið aðdráttarafl fyrir fiskinn í vötnunum. Það er þekkt trikk að renna flugu við eða í grennd við ísskörina að vori. Þarna lúrir fiskurinn í ýmsum erindum. En hvað er hann svo sem að gera þarna? Jú, að vori losna allskynns pöddur úr ísnum sem hafa frosið þar fastar á umliðnum vikum og þessar pöddur gerir fiskurinn sér að góðu. Þessu til viðbótar má nefna að þegar ísinn bráðnar losnar töluvert af súrefni út í vatnið og það líkar fiskinum vel. Fyrstu skordýrin laðast þar að auki að þessu súrefni og fyrstu sólargeislunum sem læðast niður í vatnið um vakirnar.

Eins og dægurskálið sagði um árið; Horfðu á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri. Það hýtur að vora á endanum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.