Laxárvatnsvirkjun #1

Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að RARIK hættir rekstri Laxárvatnsvirkjunar um næstu áramót. Þegar ég frétti fyrst af þessu laumaðist aftur að mér hugmynd sem fyrst hafði vaknað þegar ég renndi yfir nokkrar skýrslu Veiðimálastofnunar um Laxá á Ásum, sjá hér. Hugmyndin litaðist svolítið af þeirri vakningu sem orðið hefur á umliðnum árum um endurheimt náttúrulegra vatnsfarvega í heiminum. Og viti menn; Vötn og veiði voru fyrstir með fréttirnar eins og svo oft áður í gær Laxá á Ásum: Virkjun hætt, stíflur rifnar. Þessar stíflur, Laxárvatnsstífla og Svínavatnsstífla sem reistar voru á upphafsárum virkjunarinnar á miðjum 4 áratug síðustu aldar verða loksins rifnar og Laxá á Ásum endurheimtir óskiptan farveg sinn frá upptökum til ósa. Þetta einstaka tækifæri okkar til að færa vatnasviðið til fyrra horfs ætlar raunverulega að verða að veruleika.

Það álit fræðinga var þegar orðið ljóst árið 1987 að virkjunarsvæðið sem nú verður endurheimt „verði að telja að svæðið væri mun betra uppeldissvæði ef Laxárvatnsstíflan væri ekki til staðarheimild: Fiskistofa. Úr skýrslum Veiðimálastofnunar hefur mátt lesa mörg undanfarin ár að ítrekað hefur farvegur Efri-Laxár frá útfalli Svínavatns þornað og því hefur viðkoma seiða á þeim slóðum oft verið mjög léleg.

Þrátt fyrir að menn renni töluvert blint í sjóinn með niðurrif þessara stíflna og viti ógjörla hvaða áhrif þessi framkvæmd hefur til lengri tíma hvað varðar lífríkið á þessum slóðum, er þetta frábært fyrsta skref í endurheimt náttúrulegra vatnsfarvega á Íslandi. Til hamingju með áfangan.

Laxárvatnsstífla
Laxárvatnsstífla

Ummæli

22.10.2013 – Valdimar Sæmundsson: Væri ekki ráð að gera hið sama fyrir Skorradalsvatn? Víða er mjög aðgrunnt við vatnið og eru hrygningarstöðvar stöðugt eyðilagðar með því að hækka og lækka stöðugt í vatninu. Breytingin er alltaf fyrirvaralaus og mjög hröð, allt að meter innan mánaðar.

Svar: Jú, miðað við það sem maður hefur lesið um bakkarof og sveiflur í vatnshæð í Skorradalnum væri það ekki svo vitlaus hugmynd. Annars eru nokkrar stíflurnar sem manni dettur í hug sem betur hefðu aldrei verið byggðar hvort heldur vegna virkjana eða vatnsmiðlunar.

Eitt svar við “Laxárvatnsvirkjun #1”

  1. Valdimar Saemundsson Avatar

    Væri ekki ráð að gera hið sama fyrir Skorradalsvatn? Víða er mjög aðgrunnt við vatnið og eru hrygningarstöðvar stöðugt eyðilagðar með því að hækka og lækka stöðugt í vatninu. Breytingin er alltaf fyrirvaralaus og mjög hröð, allt að meter innan mánaðar

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.