Eins pirrandi eins og gróðurinn getur verið þegar maður er byrjaður að veiða, þá er hann nú samt einn besti vinur veiðimannsins. Þar sem er gróður, þar er líf. Það er nú þannig að flest skordýr sem fiskurinn étur lifa á eða í gróðri, þannig að mestar líkur eru á að fiskurinn sé ekki langt undan. Síðan má ekki gleyma því að gróðurinn veitir fiskinum skjól og fyllir á súrefnisbirgðir vatnsins.

Gróðurinn í vatninu þarf sólarljós til geta stundað ljóstillífum, þ.e. framleitt súrefni. Þess vegna er það að gróðurinn er oft líflegastur og mestur á grynnri svæðum vatnsins, þetta niður á 7-9 m. dýpi. Flestum þykir það víst alveg nóg dýpi, en gróður finnst nú samt miklu neðan en það. Á grynnstu svæðum vatnsins vex gras og stör sem teygir sig hátt upp fyrir vatnsborðið. Hrein og bein ávísun á bölvað vesen ef maður smellir flugunni út í miðjan vöndulinn. Þar sem dýpið hefur náð rétt um 2 m breytist gróðurinn yfirleitt aðeins. Þar finnum við rótfastan gróður með löngum stilkum sem teygja sig í átt að yfirborðinu þar sem stönglarnir greinast gjarnan í strá eða blöð sem leggjast út yfir vatnsflötinn. Enn neðar í vatnsbolnum finnum við síðan rótfastan gróður og lágvaxnari þörungar. Ef einhver heldur að þetta sé lífvana svæði, þá er það mikill misskilningur. Hér leita skjóls og þrífast minni skordýr í þúsundatali á hverjum fermetra, nærri óþrjótandi uppspretta fæðu verði umhverfið ekki fyrir raski. Það þarf ekki mikið rask frá okkur mönnunum til þurrka gróðurinn út af stórum svæðum í vötnum.

Hin síðari ár hafa vísindamenn beint auknum sjónum að þessu mikilvæga svæði íslenskra vatna, m.a. Þingvallavatns þar sem tærleiki vatnsins þverr með hverju árinu sem líður, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Áhrifavaldar þar eru væntanlega svipaðir þeim sem þekktir eru erlendis; aukin notkun tilbúins áburðar á grenndarsvæðum og almenn og tilfallandi mengun frá umferð og mannabústöðum. Minnkandi tærleiki hefur síðan letjandi áhrif á vöxt plantna, skordýra og þannig fiskistofna í vatninu. Góður er ekki sjálfgefinn í því umhverfi sem við höfum hve mest áhrif á.

fos_graseyja
Eyja eða gras?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.