Þegar skipta skal um stefnu kasts og/eða lengja í því er ágætt að kunna skil á falskasti. Fyrir þá sem veiða á þurrflugu er nauðsynlegt að kunna falskast til að þurrka fluguna á milli þess að hún er lögð út.
1 – Byrjaðu eins og í venjulegu yfirhandarkasti (1, 2 og 3 í Yfirhandarkast).
2 – Þegar línan hefur rétt úr sér í bakkastinu, hefur þú venjulegt framkast. Ef þú vilt lengja í kastinu, skammtarðu aðeins meiri línu út með því að láta hana renna fram úr línuhendinni.
Ef þú vilt forðast að auka-línan sem þú ætlar í framkastið liggi í vatninu og sé því þyngri en sú sem leikur í lausu lofti, prófaðu að taka aðeins meira út af hjólinu og smeygja lykkjunni upp í þig (klemma hana á milli varanna). Ég sá Mel Krieger gera þetta í nokkrum veiðiklippum og prófaði sjálfur, hrein snilld, mun léttari lína í framkasti.
3 – Hefðbundið framkast, með ákveðnu stoppi kl. 11, en í stað þess að leggja stöngina niður þegar lína hefur rétt úr sér, ferðu beint í bakkastið aftur (1). Þegar stönginn hefur náð efstu stöðu getur þú skammtað aðeins meiri línu út, alveg eins og í framkastinu.
Endurtakið falskastið eins oft og þurfa þykir til að finna rétta staðsetningu fyrir fluguna eða til að lengja í kastinu. Mundu aðeins að því lengur sem flugan er í loftinu er fiskurinn öruggur og hann getur meira að segja grætt á ógætilegum falsköstum og forðað sér. Stilltu falsköstum í hóf.


1 – Lyftu stönginni rólega beint upp og eilítið aftur fyrir kl.1 Með því ættir þú að mynda einhvers konar D séð frá þér til hægri þar sem beini leggurinn er stöngin og belgurinn er línan frá stangartoppi og niður að vatnsfleti.
2 – Leggðu af stað með ákveðnu, auknu átaki í framkast og stöðvaðu ákveðið c.a. kl. 11.
3 – Leyfðu línunni að velta fram og út á vatnsborðið meðan þú lækkar stöngina hægt en ákveðið niður í neðstu stöðu.
1 Snúðu beint að flugunni eða þeim stað sem þú vilt að hún lendi á. Gættu þess að taka allan slaka ef línunni áður en þú byrjar að reisa stöngina. Að öðrum kosti er viðbúið að stöngin hlaðist ekki og kastið misheppnist.
2 Reistu stöngina með ákveðinni, vaxandi hreyfingu beint upp. Þetta losar fluguna upp af vatnsborðinu og gerir stöngina tilbúna í hröðun….
3 Auktu hraðan með vaxandi átaki. Þessi hreyfing mun hlaða stöngina krafti og gera þér kleift að láta línuna rétta úr sér fyrir aftan þig, í bakkastinu.
4 Stöðvaðu stöngina ákveðið að baki þér, ekki síðar en c.a. kl.1. Ákveðnara og hærra stopp í bakkasti myndar þrengra og fallegra kasthjól.
5 Haltu stönginni í fasti stöðu þar til þú finnur að línan hefur rétt úr sér. Létt átak línunnar gefur þér til kynna að nú sé lag að hefja framkastið með jöfnu, stigvaxtandi átaki fram til kl.11 þar sem þú stöðvar hana ákveðið….
6 Þegar línan hefur rétt úr sér í framkastinu, lækkar þú stöngina og fylgir henni og flugunni eftir niður á vatnsborðið.

