
Ein ástæða vindhnúta er að ferill stangartoppsins heldur ekki beinni línu (180°) frá fremra stoppi til þess aftara. Vegna þess að línan fylgir í raun alltaf toppi stangarinnar getur komið slynkur á hana undir þessum kringumstæðum og flugan fellur niður fyrir línuna og flækist. Lausnin er einföld; haldið kastferlinum í 180° eða reisið stöngina eilítið í bakkastinu.
Senda ábendingu