FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Hnýttu hnútinn þinn rétt

    3. desember 2020
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Fyrir ekki svo löngu síðan tók ég mig til að setti nokkra vel valda hnúta hér inn á síðuna, hnúta sem ég hef reynt að temja mér að nota. Það að telja upp einhverja 10 hnúta og mæla með þeim, einfaldlega út frá eigin reynslu, var ekki hugsað sem einhver boðorðaflaumur. En hér hefði verið gullið tækifæri til að efna til trúarbragðastyrjaldar og ég hefði auðveldlega getað tekið mér sæti sem æðstiklerkur ákveðins hnútasafnaðar. Yfirleitt er lítið um viðbrögð við ábendingum eða tillögum mínum hér á vefnum, en fátt hefur kallað fram jafn margar spurningar og þessar birtingar; Af hverju notar þú ekki XXX í stað ZZZ?, Finnst þér þessi virkilega góður, ég nota alltaf ÖÖÖ, Mér finnst betra að nota ÆÆÆ, hann er bestur.

    Mér fannst svolítið gaman að fá þessar spurningar, allar voru þær í ætt við; Minn guð er miklu betri en þinn. Fullyrðing sem hefur drepið fleiri manneskjur í gegnum aldirnar heldur en nokkur önnur. Guði sé lof að ég er trúleysingi og tek ekki þátt í þessum predikunum.

    Þegar öllu er á botninn hvolft, þá ættu veiðimenn að velja sér hnúta sem þeir ná góðum tökum á og umfram allt hafa fulla trú á. En eftir stendur að þegar hnúturinn er hnýttur, þarf hann að vera réttur og rétt að honum staðið, alveg sama hver hann er.

    • Ekki gleyma að væta hnútinn vel áður en þú herðir hann, þurrt efni brennur og tognar þannig að slitstyrkur þess verður aðeins brot af því sem gefið er upp
    • Þegar þú herðir hnútinn, gerðu það rólega og með jöfnu átaki, ekki rykkja honum saman því þá geta myndast slaufur og auka-lykkjur sem slíta efnið.
    • Þegar hnúturinn er orðinn vel formaður, strekktu á efninu og haltu því strekktu í smá tíma. Með því nærðu að láta hann þétta sig og misfellur og skekkjur rétta úr sér.
    • Prófaðu alltaf hnútinn áður en þú byrjar að veiða, taktu þéttingsfast á honum, en þó ekki með einhverjum kraftastælum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Orvis Tippet Knot

    5. maí 2020
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Einn sterkasti hnúturinn til að tengja saman taum og taumaefni (4).

    https://www.youtube.com/watch?v=R5iIrWsRiXU?start=24

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Duncan Loop

    28. apríl 2020
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Enn einn hnúturinn sem hægt er að nota til þess að útbúa fasta lykkju fyrir fluguna (5) eða til að tengja taum við línu (3).

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Duncan – Uni – Grinner

    21. apríl 2020
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Án efa einhver útbreiddasti fluguhnúturinn, einfaldur og auðlærður, heldur flugu ágætlega ef hann er vættur vel og vandað til hans (5).

    Það ber sjaldan við að þessi hnútur gangi undir sínu rétta nafni sem er Duncan Loop. Þannig var að Norman Duncan fann upp á þessum hnúti vestur í Bandaríkjunum í byrjun 7. áratugs síðustu aldar og sýndi nágranna sínum. Mánuði síðar var þessi hnútur kynntur með pomp og prakt sem Uni Knot og örfáum mánuðum síðan var hann kynntur til sögunnar í Evrópu sem Grinner Knot. Algengast er að hann gangi undir Uni nafninu og það er hann nefndur í myndbandinu hér að neðan.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Surgeon’s Knot

    14. apríl 2020
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Einfaldur og góður hnútur til að tengja saman taumaefni (4) sem er álíka í þvermáli. Hentar vel við tenginu efnis af mismunandi gerðum, m.a. línu og taums (3). Ekki eins áferðarfallegur og blóðhnúturinn.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Perfection Loop

    7. apríl 2020
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Þessi hnútur hentar sérstaklega vel til að útbúa lykkju á taum til að tengja við línu (3) eða taumaefni við tilbúinn taum með lykkju (4). Þennan hnút má einnig nota í fasta lykkju fyrir flugu (5), sjá neðra myndbandið.

    https://www.youtube.com/watch?v=TpKFbVL3FLc?start=50
    https://www.youtube.com/watch?v=YCDolG7dHtQ?start=24

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
1 2 3 4
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar