Flýtileiðir

Hnýttu hnútinn þinn rétt

Fyrir ekki svo löngu síðan tók ég mig til að setti nokkra vel valda hnúta hér inn á síðuna, hnúta sem ég hef reynt að temja mér að nota. Það að telja upp einhverja 10 hnúta og mæla með þeim, einfaldlega út frá eigin reynslu, var ekki hugsað sem einhver boðorðaflaumur. En hér hefði verið gullið tækifæri til að efna til trúarbragðastyrjaldar og ég hefði auðveldlega getað tekið mér sæti sem æðstiklerkur ákveðins hnútasafnaðar. Yfirleitt er lítið um viðbrögð við ábendingum eða tillögum mínum hér á vefnum, en fátt hefur kallað fram jafn margar spurningar og þessar birtingar; Af hverju notar þú ekki XXX í stað ZZZ?, Finnst þér þessi virkilega góður, ég nota alltaf ÖÖÖ, Mér finnst betra að nota ÆÆÆ, hann er bestur.

Mér fannst svolítið gaman að fá þessar spurningar, allar voru þær í ætt við; Minn guð er miklu betri en þinn. Fullyrðing sem hefur drepið fleiri manneskjur í gegnum aldirnar heldur en nokkur önnur. Guði sé lof að ég er trúleysingi og tek ekki þátt í þessum predikunum.

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá ættu veiðimenn að velja sér hnúta sem þeir ná góðum tökum á og umfram allt hafa fulla trú á. En eftir stendur að þegar hnúturinn er hnýttur, þarf hann að vera réttur og rétt að honum staðið, alveg sama hver hann er.

  • Ekki gleyma að væta hnútinn vel áður en þú herðir hann, þurrt efni brennur og tognar þannig að slitstyrkur þess verður aðeins brot af því sem gefið er upp
  • Þegar þú herðir hnútinn, gerðu það rólega og með jöfnu átaki, ekki rykkja honum saman því þá geta myndast slaufur og auka-lykkjur sem slíta efnið.
  • Þegar hnúturinn er orðinn vel formaður, strekktu á efninu og haltu því strekktu í smá tíma. Með því nærðu að láta hann þétta sig og misfellur og skekkjur rétta úr sér.
  • Prófaðu alltaf hnútinn áður en þú byrjar að veiða, taktu þéttingsfast á honum, en þó ekki með einhverjum kraftastælum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com