Flýtileiðir

Fræðslufundur um fiskirækt

Veiðifélag Landmannaafréttar boðar til fræðslufundar um fiskirækt í Veiðivötnum og vötnunum sunnan Tungnaár, sunnudaginn 24. mars kl.15:00 í Árósum, félagsheimili Ármanna, Dugguvogi 13 í Reykjavík.

Á fundinum munu þeir Magnús Jóhannsson og Benoný Jónsson frá Hafró á Selfossi segja frá fiskirannsóknum undanfarin ár í Veiðivötnum og Framvötnum, þ.e. vötnunum sunnan Tungnaár. Heyrst hefur að þá muni veiðifélagið kynna eitthvað mjög spennandi og skemmtilegt sem býðst veiðimönnum á sumri komandi í veiði.

Fundurinn er öllum opinn og áhugamenn um þessi vinsælu veiðisvæði eru hvattir til að mæta og fræðast nánar um fiskirækt og ástand fiskistofna á þessum svæðum.

FOS.IS vill að þessu tilefni vekja athygli á að nú fara síðustu vötnin í Veiðivatna-seríunni að koma fram hér á síðunni og þegar hefur öllum vötnunum sunnan Tunganár verið gerð góð skil hér. Nánar má skoða umfjöllum um þessi veiðisvæði með því að smella á myndirnar hér að neðan:

Veiðivötn á Landmannaafrétti
Framvötn sunnan Tungnaár

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com