Ármenn efna til Vorblóts n.k. laugardag kl.14  Þá verður vori og nýrri vertíð fagnað í faðmi fjölskyldu og vina í Árósum, félagsheimili Ármanna, Dugguvogi 13 (sjá kort)  Á blótinu verður boðið upp rjóma- og brauðtertur að hætti hússins ásamt veglegu happdrætti þar sem kennir ýmissa og ekki síður girnilegra vinninga ef að líkum lætur.

Flugur og skröksögur hafa það fyrir satt að meðal vinninga í happdrættinu verði gjafabréf frá Forlaginu og Kristjáni Friðrikssyni (#861) upp á rétt óútkomna veiðibók, Vatnaveiði -árið um kring.

Til að gera dagskránna ekki of þunglamalega verður einnig boðið upp á stöku ræður og eflaust nokkrar veiði- og skemmtisögur að hætti Ármanna. Vorblót Ármanna er hin prýðilegasta skemmtun og um að gera að láta það ekki framhjá sér fara.

Að endingu vilja Ármenn minna á Flóamarkaðinn sem verður í Árósum í kvöld, miðvikudag kl.20

vorblot

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.