Miðvikudagskvöldið 15. apríl ætla Ármenn að efna til Flóamarkaðar þar sem kostur gefst á að koma ónotuðu veiðidóti í verð eða góðra manna hendur. Þarna gefst frábært tækifæri til að koma gömlum stöngum, hjólum, vöðlum og hnýtingarverkfærum á framfæri og gera mögulega úr þessu smá aur sem nýta má til að kaupa það sem vantar af öðrum veiðimönnum á staðnum.

Þegar hafa margir félagsmenn og söluaðilar boðað komu sína og kennir ýmissa grasa í því sem boðið verður uppá. Þetta er frábært tækifæri til að losa aðeins um pláss í geymslunni eða fylla í auðar skúffur.

Ármenn sjálfir hyggjast selja nokkrar lausar stangir í Hlíðarvatni í Selvogi áður en þær fara í almenna sölu á leyfi.is  Það getur því borgað sig að taka með sér smá aur á miðvikudagskvöldið og kíkja á Flóamarkaðinn.

Flóamarkaðurinn verður haldinn í Árósum, félagsheimili Ármanna að Dugguvogi 13 (sjá kort) og hefst stundvíslega kl.20:00. Allir velkomnir með gamalt og nýtt

armenn

One comment

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.