Vatnaveiði -árið um kring

Vorið 2015 kemur út hjá Forlaginu ný bók um vatnaveiði á Íslandi eftir Kristján Friðriksson, Vatnaveiði – árið um kring. Þar er rakið heilt ár í lífi silungsveiðimannsins og farið yfir allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, græjur og grip, mismunandi veiðislóðir og ólíkar aðferðir eru kynntar til sögunnar eftir því sem veiðiárinu vindur fram. Hver mánuður inniheldur þar að auki gagnlegar ábendingar vegna helstu vandkvæða sem upp kunna að koma.

fos_vaukKristján Friðriksson er veiðimönnum að góðu kunnur fyrir greinaskrif um silungsveiði á vef sínum Flugur og skröksögur, http://www.fos.is. Persónulegar reynslusögur og athuganir hans munu gagnast reyndum sem óreyndum veiðimönnum og í Vatnaveiði – árið um kring gefst einstakt tækifæri til að öðlast innsýn í heim silungsveiðimanns og náttúruunnanda. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda ásamt skýringamyndum sem skerpa á efninu.

Eitt svar við “Vatnaveiði -árið um kring”

  1. Vorblót Ármanna | FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] Flugur og skröksögur hafa það fyrir satt að meðal vinninga í happdrættinu verði gjafabréf frá Forlaginu og Kristjáni Friðrikssyni (#861) upp á rétt óútkomna veiðibók, Vatnaveiði -árið um kring. […]

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.