Smellið á kort fyrir fulla stærð

Hrafnabjargavatn er enn eitt dæmið um vatn sem hefur nærri dáið drottni sínum fyrir mannanna mistök. Fljótlega eftir að bleikju var sleppt í vatnið varð vatnið óveiðanlegt fyrir kóði og í augnablikinu er fátt sem bendir til þess að úr rætist. Annars er vatnið ekki mörgum kunnugt og allt of fáir leggja leið sína að því. Það er staðsett á sandflákunum austan Hrafnabjarga að Fjallabaki og tilheyrir Framvötnum. Vatnið er í 550 metra hæð og er 1,75 km2 að flatarmáli.

Til að komast að vatninu er ekið rétt norðan Sauðleysu og áfram yfir ásinn til vesturs, niður á sandinn. Slóðinn er oft á tíðum nokkuð ógreinilegur þegar beygt hefur verið til norðurs og e.t.v. er einfaldast að beina mönnum á að aka með læknum sem þar rennur að öllu jöfnu þar til komið er að vatninu. Vegalengdin frá Sauðleysu er u.þ.b. 2,7 km og trúlega er best að vera á 4×4 ef maður vill komast óhultur til baka því barðið upp af söndunum að Sauðleysu er nokkuð bratt.

Sagnir herma að upp úr 2005 hafi menn dregið eitt og eitt kóð upp úr vatninu, lítið eftir það. Mér til furðu eru taldir 13 urriðar í skýrslum ársins 2014, allir rétt um pundið. Hverju það sætir veit ég ekki, en óskandi að rétt væri. Sjálfur reyndi ég fyrir mér í stutta stund í vatninu sumarið 2014 án árangurs. Kenni þar um foráttu norðanátt sem gerði fluguköstum erfitt fyrir. Til muna betur gekk sumarið 2015 og berlega kom þá í ljós ástand stofnsins í vatninu; kóð, og mikið af því. Bleikjan var næstum því á í hverju kasti, horuð og lítil.

TENGLAR


Bæklingur

FLUGUR


Watson’s Fancy – Júlí
Nobbler bleikur: júlí
Pheasant: Júlí

MYNDIR


ÖNNUR VÖTN