Smellið á kort fyrir fulla stærð

Í næsta nágrenni við Kleifarvatn er perla sem Stangveiðifélag Hafnarfjarðar hefur fóstrað í tugi ára, Djúpavatn.
Vatnið er frábært fjölskylduvatn, úthlutað einum aðila í senn með veiðihúsi þar sem pláss er fyrir fjölskyldu eða tvær. Það er svo undir hverjum og einum komið hversu margar stangir hann vill hafa í vatninu hverju sinni.
Á sínum tíma var bleikju af Þingvallastofni (hver sem hann nú er) sleppt í vatnið sem síðar hefur verið reynt að halda í skefjum með sleppingum á urriða og regnbogasilungi því þar sem bleikjan fær óheft æti er hætt við að henni fjölgi fram úr hófi.

Veiðistaðir eru fjölmargir við vatnið, næstum hringin í kringum það, e.t.v. síst á sandeyrunum við norðurenda þess, en hver veit, því ég hef aðeins prófað vatnið einu sinni þegar þetta er ritað 2012 og hélt mig þá í grennd við veiðihúsið þá stuttu stund sem ég eyddi við vatnið.
Frábært vatn og ekki furða að félagar í SVH sæki stíft í það.
TENGLAR


FLUGUR


Peacock
Pheasant Tail
Krókurinn: Júní, Júlí
Nobbler – svartur
Orange Nobbler
Black Ghost: Júní,Júlí
Bleik og blá
Nobbler (olive)
Alma Rún
Nobbler – hvítur

ÖNNUR VÖTN