Blautaver

Blautaver er í 564 metra hæð, telst vera 0,3 kmog er staðsett rétt norðan Ljótapolls. Vatnið er eitt vatnanna sunnan Tungnaár á Landmannaafrétti, Framvatna. Vatnið hefur samgang við Tungnaá og getur því verið nokkuð litað ef hátt stendur í ánni. Tveir akvegir eru að vatninu, annar ofan af brún Ljótapolls en auðfarnari leið er út frá veginum upp að Ljótapolli áður en lagt er á brattan upp að gígunum, norður eftir melnum og er þá komið beint að Blautaveri að vestan.

Í vatninu er bæði urriði og bleikja og þegar samgangi við Tungnaá er þannig háttað að hún lætur Blautaver að mestu í friði, þá er mikil veiðivon í vatninu og þar hafa t.d. veiðst vænar bleikjur frá árinu 2017 og má segja vatnið hafi að nokkru tekið við sem besta matfiska bleikjuvatnið austan Dómadals eftir að Frostastaðavatn fór að sýna alvarleg merki ofsetningar.

Almennt má segja að best veiðist við vatnið vestan- og sunnanvert því heldur er vatnið grunnt að norðan. Sjálfur hef ég ekki reynt fyrir mér að austan í vatninu og hef ekkert heyrt af veiði þar en það þarf alls ekkert að þýða að þar veiðist ekki.

Tenglar

Flugur

Nobbler (bleikur)
Nobbler (svartur)
Krókurinn
Bleik og blá
Bleik og blá (púpa)
Gullbrá

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com