Smellið á kortið fyrir fulla stærð

Blautaver er í 564 metra hæð, telst vera 0,3 km2 og er staðsett rétt norðan Ljótapolls. Vatnið er eitt vatnanna sunnan Tungnaár á Landmannaafrétti, Framvatna. Vatnið hefur samgang við Tungnaá og getur því verið nokkuð litað ef hátt stendur í ánni. Tveir akvegir eru að vatninu, annar frá Ljótapolli en auðfarnari leið er út frá veginum upp að Ljótapolli áður en lagt er á brattan upp að gígunum.

Í vatninu er bæði urriði og bleikja og hafa einhverjir veiðimenn gert ágætis veiði þarna, en undirritaður er ekki í þeim hópi, aðeins tittir hlupu á snærið hjá mér.

Annars eru skráðir 64 fiskar upp úr verunum sumarið 2014 sem skiptust nokkuð jafnt á milli tegunda. Almennt má segja að best veiðist við vatnið vestan- og sunnanvert því heldur er vatnið grunnt að norðan. Sjálfur hef ég ekki reynt fyrir mér að austan í vatninu og hef ekkert heyrt af veiði þar en það þarf alls ekkert að þýða að þar veiðist ekki.

fos_div

Kort
Kort
Veður
Veðurspá
Veiði
Veiði
Veiðivötn
Veiðivötn
Kort
Framvötn
Bæklingur
Bæklingur
Veiði
Veiði 2014
Veiði
Veiði 2013
Veiði
Veiði 2012
Veiði
Veiði 2011
Veiði
Veiði 2010

fos_div

Nobbler bleikur: ágúst
Nobbler svartur: ágúst