FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Fuglalíf

    16. janúar 2016
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Ég hef áður sagt frá aðdáun minni á himbrimanum, þessum fisknasta fugli okkar. Í sumar sem leið hitti ég fyrir mann sem var hreint ekki á sama máli og ég. Himbriminn er eins og hvalurinn, étur og étur frá okkur fiskinn sagði hann eða eitthvað á þá leið. Síðan nefndi hann tölu yfir þau kíló sem einn himbrimi getur látið ofan í sig af silungi á einum degi, margfaldaði það svo með 365 og fékk út svimandi fjölda kílóa sem einn himmi getur látið ofan í sig. Því miður man ég ekki þessar tölur, en ég viðurkenni að mér brá við þær.

    Himbrimi
    Himbrimi

    Þrátt fyrir þetta er ég ennþá mikill aðdáandi himbrimans og raunar allra annarra fugla sem veiða í vötnum landsins. Mér hefur alltaf þótt það góðs viti að fugl sé á vatni, helst í æti og nái hverjum fiskinum á fætur öðrum. Það kemur oft og iðulega fyrir að ég er ekki að veiða þar sem fiskurinn heldur sig og þá er ekki mikið annað að gera en skima í kringum sig á meðan flugan er dregin inn á milli kasta. Kemur þá fyrir að maður rekur augun í fugl; kríu, máf, himbrima eða lóm. Fylgist maður með atferli fuglsins, má gjarnan sjá hvar hann sækir æti og þá kemur auðvitað til greina að færa sig um set og nálgast staðinn sem fugli veiðir á eða setja sig niður í gönguleið fisksins sjái maður fuglinn færa sig eftir ákveðnu mistri eða slóð. Sé hann aftur á móti bara að lóna fram og til baka án þess að vera nokkru sinni með fiski í goggi, þá er hann væntanlega í sömu ördeyðunni og maður sjálfur. Svona getur fuglinn gefið manni vísbendingar eða verið manni huggun í gæftaleysinu.

    Meira að segja litlu vaðfuglarnir geta hjálpað okkur að velja rétta flugu. Skyggnist maður eftir þeim við vatnsbakkann er eins víst að maður geti skoðað hvað þeir eru kroppa upp undan steinum, í gróðrinum eða bara í flæðarmálinu. Þá er lag að skipta um flugu, það sem er við bakkann er oft einnig á sveimi úti í vatninu, meira að segja skemur frá bakkanum en okkur grunar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Bleikja á rápi

    9. janúar 2016
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Á ferðum mínum síðasta sumar vestur í Hraunsfjörðinn á Snæfellsnesi, vöknuðu hjá mér nokkrar spurningar sem hafa ekki látið mig í friði það sem af er vetrar. Janúar er ágætur mánuður til að eyða í svona grúsk og því leitaði ég mér nokkurra upplýsinga, greina og rannsóknarniðurstaðna til að svala forvitni minni.

    Sem inngang að þessari grein er ef til vill rétt að taka það fram að þekkt eru tvenn lífsform bleikju; sú sem elur allan sinn aldur í ferskvatni (staðbundin bleikja) og svo sú sem elst upp í ferskvatni en leitar síðan til sjávar (sjóreiður). Síðar nefnda formið, þ.e. sjóreið er að finna á öllu svæðinu kringum norðurskaut jarðar, nokkuð misjafnt hve langt til suðurs og ráða sjávarstraumar þar væntanlega mestu. Nokkrar vísbendingar eru um að útbreiðslusvæði bleikjunnar hafi verið að dragast saman hin síðari ár í kjölfar aukinnar hlýnunar sjávar á norðurhveli jarðar.

    Rannsóknir eru nokkuð misvísandi um aldur bleikjunnar þegar hún leggur í sína fyrstu sjógöngu. Sumar rannsóknir segja að hún sé á bilinu 2 – 6 ára, aðrar 1 – 9 ára. Rannsóknum ber þó saman um að bleikjan fer ekkert sérstaklega langt frá ferskvatnsbóli sínu og í einhverjum tilfellum getur hún verið á töluverðu rápi á milli ferskvatns og sjávar yfir sumartímann, ræður þar mestu seltustig vatnsins. Þar sem því háttar þannig til að sjór gengur inn í ós og blandast ferskvatni er ekki óalgengt að sjóreiður fylgi sjávarföllum.

    Þar sem sjóreiður finnst er ætíð staðbundin stofn bleikju sem aldrei gengur til sjávar og parast þessir stofnar óhindrað. Afkvæmi þessarar pörunar geta tekið upp hegðun hvort heldur sjóreiðar eða staðbundinnar bleikju og ekki víst hvað ræður mismunandi atferli einstaklinganna.

    Fyrir veiðimenn er væntanlega áhugaverðast að vita að svo langt sem seltu gætir í ós eða lóni er von á sjóreið þegar fellur að, rétt eins og ég hef orðið vitni að í Hraunsfirðinum. Því innar í fjörðinn sem dró var meiri von á staðbundum fiski þótt sjóreiður gæfi sig töluvert inneftir firðinum.

    Úr Hraunsfirði
    Úr Hraunsfirði

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hvenær gerist bleikja ránfiskur?

    6. janúar 2016
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Hversu margir hafa ekki heyrt sögur af stórum ránbleikjum í Þingvallavatni sem eigra þar um djúpin og ráðast á meðbræður sína af stofni bleikju? Lengi vel hvarflaði það að mér að þessar sögur væru hindurvitni ein, fiskurinn hefði vaxið meira í augum veiðimanna heldur en í vatninu sjálfu. En svo er nú víst ekki, þær finnast þarna þó ég sjálfur hafi aldrei náð einni einustu þeirra.

    Það er aftur á móti þekkt að bleikja, rétt eins og urriði, leggist í afrán á eigin stofni og taki upp á því að stækka langt umfram meðbræður sína. Helst gerist þetta í þeim vötnum þar sem því háttar þannig til að ofsetningar gæti, stofninn stækkar umfram það sem framleiðni vatnsins annar og fæðuskorts fer að gæta. Þá skera ákveðnir einstaklingar sig úr, leggjast í afrán og stækka verulega umfram það sem fjöldin gerir.

    Þar með er þó ekki sagt að þessi fiskur verði að ránbleikju. Hér er um venjulega bleikju að ræða sem bregður út af vananum, dregur sig til hlés og leitar á nýjar slóðir í vatninu þar sem hún getur dulist og sótt sér æti upp á grunnslóð þar sem 3-4 ára fiskur heldur gjarnan til. Nú set ég allan fyrirvara við þetta en ég hef hvergi séð niðurstöður rannsókna sem sína fram á annað en þessi ránhegðun bleikju sé bundin við einstaklinga sem bregða á það ráð að stunda afrán sér til framfærslu. Hin eiginlega ránbleikja, sú sem finnst á Þingvöllum, er aftur á móti afbrigði bleikju sem hefur þróast til þessa háttalags og sérhæft sig til þess.

    Sílableikja eða afræningi?
    Sílableikja eða afræningi?

    Í þeim vötnum sem þannig háttar til að fjöldi bleikja leggst í afrán, má oft veiða 3 – 5 ára fisk sem er mun vænni en gengur og gerist í bleikjuvötnum. Þetta markast af því að ránfiskurinn heldur fjölda einstaklinga í skefjum, stundar náttúrulega grisjun og gefur þannig annarri bleikju sem lifir á skordýrum og kuðungum, jafnvel murtu sem lifir á svifi, meira svigrúm til að stækka. Færri fiskar, meira æti fyrir þá sem eftir eru.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Nesti

    17. desember 2015
    Matur

    Upp

    Forsíða

    Þegar lagt er af stað í veiðiferð er eins gott að vera þokkalega nestaður. Það er aldrei að vita hve langan göngutúr maður þarf að leggja í til að finna fisk og ef maður finnur gjöfulan stað, getur teygst á því að maður tölti til baka.

    Orkuríkt nesti er málið og þá koma fyrst upp í huga manns hnetur, þurrkaðir ávextir og fræ í poka. Það er náttúrulega hægt að kaupa svona hnetumix í sjoppum, en það er líka hægt að útbúa þetta sjálfur áður en lagt er af stað. Þá getur maður líka valið eitthvað sem manni finnst gott í blandið. Sem dæmi um svona orkubombu sem setja má í poka er t.d.; kassjúhnetur, jarðhnetur, möndlur, graskersfræ, sesamfræ, döðlur, þurrkaðar apríkósur og rúsínur. Og til að skjóta óvæntum glaðningi í pokann er rétt að setja nokkra mola af suðusúkkulaði með. Stærsti ókosturinn við svona blöndu er að það virðist aldrei vera nóg af henni, þetta á það til að gufa upp í einni eða tveimur kaffipásum, alveg sama hvað maður setur mikið í pokann.

    Hnetumix með fræjum og ávöxtum
    Hnetumix með fræjum og ávöxtum

    Ef maður er síðan með kókómjólk í farteskinu eða hitabrúsa og bollasúpu, þá er maður nokkuð vel settur langt frameftir degi, jafnvel langt fram á kvöld og næg orka til staðar til að bera allan aflann til baka.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Að rífa hann upp

    15. desember 2015
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Það hefur lengi verið talað um að rífa upp fisk þegar mikið er um að vera, handagangur í öskjunni. Að sama skapi hefur mönnum stundum tekist að særa upp fisk þegar lítið hefur verið að gerast og aðeins einn og einn fiskur hleypur á snærið. Það var kannski einhver spéhræðsla í mér en þegar ég hóf mína fluguveiði, þá dró ég mig gjarnan nokkuð afsíðis og reyndi að framkalla þessi fallegu markvissu köst sem ég hafði séð í myndböndum á internetinu. Þannig varð það að ég blandaði ekki miklu geði við aðra fluguveiðimenn til að byrja með, var svolítið að pukrast einn með þetta.

    Ég gleymi seint þeirri undran minni þegar ég síðar varð fyrst vitni að því þegar veiðimenn í grennd við mig beinlínis rifu línu og taum upp úr vatninu, löngu áður en hilla fór undir fluguna. Bíddu nú salla rólegur, hvað er þetta? Ég hafði vanið sjálfan mig á að draga fluguna inn, næstum að topplykkju og lyfta stönginni rólega upp, raska yfirborði vatnsins sem minnst. Reyndar hafði ég ofar en ekki einmitt fengið fisk þegar ég lyfti stönginni eftir síðasta inndrátt, en það er önnur saga. Ekki varð undrun mín minni þegar ég sá þessa veiðimenn leggja fluguna strax út í næsta kasti, rífa línu og taum umsvifalaust upp úr vatninu, beint í bakkastið og leggja fluguna enn og aftur út. Jæja, hef ég bara alltaf verið að gera þetta vitlaust?

    Þeir koma líka á í rólegheitum
    Þeir koma líka á í rólegheitum

    Ákveðnar kastaðferðir beinlínis þurfa á mjög mikilli hleðslu stangarinnar að halda, helst sem fyrst og þá hafa menn þann hátt á að flýta fyrir með því að reisa stöngina löngu áður en farið er að hilla undir taum eða flugu, nýta vatnið sem mótstöðu og ná þannig meiri hleðslu á skemmri tíma. Flest þessara kasta eiga uppruna sinn að rekja til breiðra og mikilla áa þar sem straumur flytur fluguna langt úr færi við fiskinn og því lítil hætta á að fæla hann með aðförum sem þessum.

    Ég hef nokkrum sinnum orðið vitni að því að menn noti þessa tækni til að ‚ná lengra‘ í vatnaveiði, en mér er til efs að þeir nái fleiri fiskum með þessum hætti heldur en þeir veiðimenn sem reyna að raska yfirborði vatnsins sem minnst, dragi línu og taum þannig upp að flugan haldi áfram að veiða alveg inn að efstu lykkju. Ég ætla í það minnsta að halda áfram að trúa því að fiskur leiti inn að bakka vatnanna sé hann á annað borð í ætisleit, elti fæðuna alveg upp í grjót ef því er að skipta. Og svo held ég að honum sé ekkert vel við einhvern buslugang, tauma og flugur sem taka upp á því að æða áfram og upp úr vatninu og koma síðan aftur augnabliki síðar og skella með látum á yfirborðinu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Líkamsrækt

    10. desember 2015
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Hún getur verið af mörgum gerðum, líkamsræktin sem menn stunda. Sumir hjóla án þess að ferðast neitt, aðrir ferðast með því að hjóla og það sama gildir um hlaup á bretti eða úti við. Svo eru þeir sem stunda jóga og næra þannig hug og hjarta á meðan aðrir þenja lungu og limi í crossfit. Gönguhópar hafa skotið upp kollinum hingað og þangað, eiginlega víðast hvar, þannig að maður er löngu hættur að kippa sér upp við að rekast á þungklossaða göngugarpa hingað og þangað uppi á fjöllum eða firnindum.

    Vatnaveiði leynir líka á sér hvað varðar líkamsrækt. Ef maður ætlar að eyða góðum hluta dags við veiði þarf oft nokkurn útbúnað; kaffi, nesti, auka flíkur, veiðihjól, stangir og þar fram eftir götunum. Allt vigtar þetta eitthvað í bakpokann þegar lagt er af stað í göngu að eða meðfram vatni. Ef veiðigyðjan er síðan með í för þarf að bera aflann til baka og þegar best lætur vigtar hann nokkur kíló eða tugi. Svo má ekki gleyma því að vöðlur, jakki og skór sem tilheyra yfirleitt eru ekkert endilega af léttari gerðinni.

    Hérna um árið, ég vil helst ekki segja hve langt síðan, fór ég reglulega til kroppatemjara á líkamsræktarstöð. Þar var ég látinn arka fram og til baka með lóð í báðum lúkum, taka spretti með stuttum hléum, hoppa út og suður og lyfta lóðum. Mér dettur ekki annað í hug en viðurkenna að ég fann töluverðan mun á mér eftir nokkrar vikur. Ég átti til dæmis miklu auðveldara með að beita háfinum og lyfta fallegri bleikju upp úr vatninu og göngutúrar í fullum skrúða inn með Frostastaðavatni eða Hítarvatni urðu nánast barnaleikur. Mér hefur samt alltaf fundist skemmtilegra að stunda líkamsrækt utandyra. Þar er ferskt loft í ómældu magni, ekki niðursoðið loft úr kerfi og þar er óendanlega vítt til allra átta.

    Gönguleiðin kortlögð
    Gönguleiðin kortlögð

    Talandi um vegalengdir hingað og þangað. Hefur einhver hugmynd um hvað það er langt frá stíflu inn að Vatnsendaklifi við Hítarvatn? 4,5 km. og sama vegalengd til baka. Leiðin við austanvert vatnið að Foxufelli er 2,5 km. og er hreinasta pallaleikfimi í hrauninu. Frá bílastæðinu austanvert við Frostastaðavatn og inn fyrir hraunið eru 1,5 km. sé farin stysta leið, sem gerist nú sjaldnast. Þetta er jafn löng leið og frá bílastæðinu við Hraunslæk, inn að víkinni og út á Búðarnes við Hraunsfjörð. Þessa spotta gengur maður með gleði í hjarta, nýtur umhverfisins og eftir atvikum, jafn kátur til baka.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 82 83 84 85 86 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar