FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Samkvæmisdans

    12. júní 2017
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Hér um árið fór ég í nokkra tíma í samkvæmisdönsum. Nú veit ég ekki hversu vel veiðimenn, konur og karlar, eru að sér í samkvæmisdönsum, en stundum hef ég séð fluguveiðimenn sem halda mjög góðum takti, bara ekki endilega þeim heppilegasta fyrir fluguveiði. Það er t.d. beinlínis stressandi að sjá veiðimann kasta flugu í sama takti og notaður er í Quick Step. Þokkafullur salsa á heldur ekkert endilega mikið erindi í fluguveiði.

    fos_kast_vals
    Góður taktur

    Ef einhver samkvæmisdans á erindi í fluguveiði, þá er það væntanlega walz, helst Vínarvals. Hægar, þokkafullar hreyfingar í jöfnum og stöðugum takti, átakslausar hreyfingar sem skila flugunni úr aftara stoppi (1), yfir í jafna hröðun (2), fram í fremra stopp (3), endurtakist eftir þörfum. Ef þú ert að missa þig í Quick Step, hugsaðu þá 1, 2, 3 í jöfnum og fallegum walzi við flugustöngina. Þá heldur þú ákveðnum tímasetningum, ferð þér ekkert of geyst og köstin verða fallegri og þar með lengri.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Vinaband

    7. júní 2017
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Stundum kemur upp smá ósætti á milli mín og flugustanganna minna. Við virðumst bara ekki eiga endilega mikla samleið. Það sem stangirnar eru ekki þenkjandi lífverur, þá er víst helst við mig sjálfan að sakast. Dagsformið er misjafnt og ég næ stundum bara hreint ekki að viðhalda góðu sambandi á milli mín og stanganna.
    Það sem ég er að vísa hér til er að úlnliðurinn hjá mér verður oftar en ekki of laus, ég næ ekki að læsa honum nægjanlega þannig að bakköstin hjá mér falla niður, aftara stoppið er alls ekki nógu gott og þar með köstin mín öll úr lagi.

    fos_kast_vinaband
    Vinabandið mitt

    Um daginn rakst ég á skemmtileg not fyrir aðgangsbönd sem maður fær stundum þegar maður fer á ráðstefnur og tónleika. Það leyndust í það minnsta nokkur svona í skúffu hér á heimilinu og nú er bara að prófa að taka eitt svona með sér á kastæfingu og sjá hvernig mér tekst að hemja úlnliðinn í bakkastinu. Ef vel gengur, þá hafði ég hugsað mér að kalla þetta vinaband, það sem styrkir samband mitt við flugustangirnar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Yfir gagnstæða öxl

    5. júní 2017
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Þegar vindurinn stendur á kasthöndina er hætt við að flugan fari að ferðast óþægilega nærri höfði manns. Þá getur maður snúið sér við, fært stöngina í skjól og látið bakkastið um að færa hana út á vatnið. Þegar ég sá slíkar aðfarir fyrst, fannst mér þetta ljótt kast og vildi lengi vel ekkert með það hafa, en þetta er eins og hvert annað flugukast, það þarf aðeins að leggja smá vinnu og æfingu í það og þá getur orðið nokkuð ágætt kast úr þessu.

    fos_kast_vindur_right1
    Vindur frá hægri

    Önnur lausn á þessu vandamáli er að halla stönginni á gagnstæða öxl, færa þannig feril línunnar og þar með flugunnar hlé megin við líkamann. Auðvitað er ekkert sérstakt logn hlé megin við veiðimanninn, en flugan er þá í það minnsta ekkert að flækjast í höfðinu á manni á meðan hún færist fram og til baka í falsköstunum. Til að byrja með gerði ég þau mistök í þessu kasti að reisa kasthöndina ekki nægjanlega hátt og því mislukkuðust fleiri köst hjá mér heldur en tókust. Fljótlega komst ég þó upp á lagi með þetta og beitt þessu kasti nú reglulega í okkar alþekkta Íslenska logni.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Lokaspretturinn

    31. maí 2017
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að ég hef misst fisk alveg við háfinn minn. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér í þessum tilfellum og oftast hefur þetta gerst vegna þess að ég hef glatað ró minni og þolinmæði, hlaupið beinlínis á mig og vanmetið úthald fisksins.

    Þessi slapp ekki
    Þessi slapp ekki

    Þannig er að yfirleitt hjálpar ákveðin teygja í flugulínunni okkur við að halda fiskinum við efnið. Þegar við erum aftur á móti komnir með næstum alla línuna inn, aðeins taumurinn eftir, þá er lítið sem ekkert eftir af þessari teygju og allar hreyfingar okkar og fisksins eru beintengdar í gegnum stöngina. Það má segja að línan okkar virki svolítið eins og fjöðrun í bíl, mýkir það þegar við keyrum í holu eða yfir stein. Ef engin er fjöðrunin, þá finnum við fyrir öllum ójöfnum á veginum og aksturinn verður hastur, ekki aðeins fyrir okkur heldur einnig bílinn, það endar með því að eitthvað gefur eftir. Í tilfelli veiðimanns og fisks er það veikasti hlekkurinn í tengingunni; hnúturinn á tauminum, við fluguna eða flugan sjálf í fiskinum. Því skiptir miklu máli að vanda sig á lokasprettinum og gæta þess að snöggar hreyfingar, manns sjálfs eða fisksins geta orðið til þess að eitthvað brestur og hann syndir burt.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Á ská og skjön

    29. maí 2017
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Að vera á ská og skjön við vindinn, fá hann beint á kasthöndina og gera ekkert í málinu kemur manni bara í koll, bókstaflega. Það er að vísu lítið sem veiðimenn geta gert þegar vindátt breytist í miðju kasti og feykir línunni í fangið á þeim eða andlit, en þegar vindurinn er nokkuð stöðugur á kasthöndina, þá getur veiðimaðurinn hallað toppi stangarinnar yfir á hina öxlina eða þá snúið baki í kastáttina og látið bakkastið um að bera fluguna út á vatnið.

    Þegar framangreind veðurskilyrði koma fyrir og veiðimaðurinn vill kom flugunni á nokkuð afmarkað svæði, þá getur málið vandast. Gefum okkur að veiðimaðurinn sé meðalmaður á hæð og noti 9 feta stöng. Í hefðbundnu framkasti þar sem stangartoppurinn stöðvast kl.11 (á kastklukkunni) þá má gera ráð fyrir að flugan hætti í framskriði í 3 metra hæð yfir vatninu, þá fær vindurinn öll spil upp í hendurnar og getur fært fluguna til hliðar í fallinu eins og honum sýnist. Það segir sig sjálft að í þokkalegum hliðarvindi er næstum öruggt að flugan lendir ekki þar sem veiðimaðurinn ætlaðist til.

    Snúa baki í vindinn, kasta með yfirborðinu

    Eina ráðið við þessu er að lækka línubogann í loftinu, annað hvort með því að stoppa neðar í framkastinu eða breyta alveg til og snúa stönginni um 90° í hendinni (snúa hlið fluguhjólsins upp) og kasta beinlínis á hlið þannig að línan ferðist fram og til baka sem næst yfirborði vatnsins. Kosturinn við þessa aðferð er að línan getur skotist út á vatnið hvort heldur til vinstri eða hægri, þ.e. línuna má leggja fram hvort heldur í bak- eða framkastinu því bæði köstin ættu að vera jafngild með þessari aðgerð.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Taumur fyrir straumflugu

    24. maí 2017
    Línur og taumar

    Upp

    Forsíða

    Einhver algengustu mistök veiðimanna sem hyggjast veiða með straumflugu er að skipta ekki um taum þegar þeir færa sig úr púpum eða votflugum. Ég hef sjálfur brennt mig á þessu og ég kem örugglega til með að brenna mig á þessu oftar. Hefðbundinn púputaumur er stangarlengd og ríflega það, frekar grannur og frammjókkandi. Ég hef vanið mig á að hafa fremsta part taumsins, taumaendan í X-stærð sem nemur fjórðungi #-stærðar króksins á flugunni. Flugan á krók #12, taumaendi 3X. Þetta er þumalputtareglan, svo færi ég mig upp eða niður allt eftir því hvernig mér finnst flugan leggjast fram. Það sem hefur ekki hvað síst áhrif á það hvort ég fer upp eða niður í taumastærð er þyngd flugunnar og ummál hennar. Bossamikil eða þyngri fluga fær örlítið sverari taum heldur en krókurinn segir til um.

    fos_taumaefni_big
    Taumaendar

    Þegar kemur að straumflugum þá gildir þumalputtareglan, með síðari viðbótum. En það er einn stór faktor sem skilur púpu-, votflugu- eða þurrflugutauminn frá straumflugutauminum. Straumflugutaumurinn þarf yfirleitt að vera nokkuð styttri. Fyrir þunga straumflugur sem hnýtt er á krók #4, þá væri sverleiki taumaendans 1X skv. þumalputtareglunni. Segjum sem svo að þessi ágæta straumfluga sé þyngd með nokkuð hressilegum kúluhaus, t.d. 5.0 mm kúlu, þá ætti okkur að vera óhætta að nota 0X taumaenda og taumurinn ekki lengri en 7 fet, jafnvel styttri ef þú notar sökkvandi eða hægsökkvandi línu. Ástæðan fyrir löngum taum er oftast vilji veiðimannsins til að koma flugunni niður til fisksins, en ef þú ert að nota sökkvandi línu, þá er óhætt að miða heildarlengd taumsins við 5 fet. Kosturinn við stuttan taum fyrir þunga flugu er einfaldlega markvissari orkufærsla í kastinu og meiri stjórn á flugunni þegar hún er komin niður í vatnið. Til að gefa einhverja vísbendingu um sverleika taumsins, þá getum við t.d. notað 3 fet af X4 efni, 3 fet af X2 og svo 1 fet af 0X, samtals 7 fet. Ef þú ert með sökkvandi línu, styttu þá 3ja feta partana niður í 2 fet.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 65 66 67 68 69 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar