Flýtileiðir

Á ská og skjön

Að vera á ská og skjön við vindinn, fá hann beint á kasthöndina og gera ekkert í málinu kemur manni bara í koll, bókstaflega. Það er að vísu lítið sem veiðimenn geta gert þegar vindátt breytist í miðju kasti og feykir línunni í fangið á þeim eða andlit, en þegar vindurinn er nokkuð stöðugur á kasthöndina, þá getur veiðimaðurinn hallað toppi stangarinnar yfir á hina öxlina eða þá snúið baki í kastáttina og látið bakkastið um að bera fluguna út á vatnið.

Þegar framangreind veðurskilyrði koma fyrir og veiðimaðurinn vill kom flugunni á nokkuð afmarkað svæði, þá getur málið vandast. Gefum okkur að veiðimaðurinn sé meðalmaður á hæð og noti 9 feta stöng. Í hefðbundnu framkasti þar sem stangartoppurinn stöðvast kl.11 (á kastklukkunni) þá má gera ráð fyrir að flugan hætti í framskriði í 3 metra hæð yfir vatninu, þá fær vindurinn öll spil upp í hendurnar og getur fært fluguna til hliðar í fallinu eins og honum sýnist. Það segir sig sjálft að í þokkalegum hliðarvindi er næstum öruggt að flugan lendir ekki þar sem veiðimaðurinn ætlaðist til.

Snúa baki í vindinn, kasta með yfirborðinu

Eina ráðið við þessu er að lækka línubogann í loftinu, annað hvort með því að stoppa neðar í framkastinu eða breyta alveg til og snúa stönginni um 90° í hendinni (snúa hlið fluguhjólsins upp) og kasta beinlínis á hlið þannig að línan ferðist fram og til baka sem næst yfirborði vatnsins. Kosturinn við þessa aðferð er að línan getur skotist út á vatnið hvort heldur til vinstri eða hægri, þ.e. línuna má leggja fram hvort heldur í bak- eða framkastinu því bæði köstin ættu að vera jafngild með þessari aðgerð.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com