Flýtileiðir

Lokaspretturinn

Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að ég hef misst fisk alveg við háfinn minn. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér í þessum tilfellum og oftast hefur þetta gerst vegna þess að ég hef glatað ró minni og þolinmæði, hlaupið beinlínis á mig og vanmetið úthald fisksins.

Þessi slapp ekki
Þessi slapp ekki

Þannig er að yfirleitt hjálpar ákveðin teygja í flugulínunni okkur við að halda fiskinum við efnið. Þegar við erum aftur á móti komnir með næstum alla línuna inn, aðeins taumurinn eftir, þá er lítið sem ekkert eftir af þessari teygju og allar hreyfingar okkar og fisksins eru beintengdar í gegnum stöngina. Það má segja að línan okkar virki svolítið eins og fjöðrun í bíl, mýkir það þegar við keyrum í holu eða yfir stein. Ef engin er fjöðrunin, þá finnum við fyrir öllum ójöfnum á veginum og aksturinn verður hastur, ekki aðeins fyrir okkur heldur einnig bílinn, það endar með því að eitthvað gefur eftir. Í tilfelli veiðimanns og fisks er það veikasti hlekkurinn í tengingunni; hnúturinn á tauminum, við fluguna eða flugan sjálf í fiskinum. Því skiptir miklu máli að vanda sig á lokasprettinum og gæta þess að snöggar hreyfingar, manns sjálfs eða fisksins geta orðið til þess að eitthvað brestur og hann syndir burt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com