FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Mistök í hnýtingum – Skottið

    20. febrúar 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Langt og niðursveigt
    Uppsveigt og bústið

    Þegar við hnýtum skottið á fluguna okkar verðum við að hafa nokkra hluti í huga áður en lagt er af stað. Fyrst af öllu verður lengd þess að vera í samræmi við aðra hluta flugunnar, þ.e.a.s. ef við erum að hnýta hefðbundna flugu, ekki ‘long tail’ eða langhala. Heppilegt viðmið er að skottið sé eilítið styttra heldur en vængurinn. Efnið í skottinu, hvort heldur það er hár eða fjaðrir, skal vera jafnt í endana og liggja samsíða. Annars er hætta á að við endum með grisjótt og úfið skott.  Ef það er sveigja í efninu skal umfram allt láta sveigjuna vísa upp, ekki niður. Niðurdregnar flugur er síst til þess fallnar að glepja fisk. Þegar við festum skottið niður er rétt að gæta þess að ekki snúist upp á það eða lognist útaf til hliðanna.  Best er að halda við efnið með því að klemma það ofan á öngulinn á milli þumals og vísifingurs, læsa efninu niður með þremur vafningum og jafnvel nota einn half-hitch til öryggis.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Mistök í hnýtingum – Önglar

    18. febrúar 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Það virðist oft vefjast fyrir byrjendum, og kannski lengra komnum að velja rétta stærð öngla fyrir flugur. Þumalputtareglur fyrir val á önglum eru nokkrar, mér hefur reynst ágætlega að hafa eftirfarandi í huga:

    • Votflugur í vatnaveiði: hefðbundin öngull í stærðum 8-16
    • Votflugur í straumvatn: hefðbundin í stærðum 14-22
    • Púpur og lirfur í vatnaveiði: legglangur 8-14
    • Púpur og lirfum í straumvatni: 16-22
    • Buzzer í vatnaveiði: hefðbundin eða grubber 10-14

    Hlutar önguls

    1. auga
    2. höfuðstæði
    3. öngulbrík
    4. skeggstæði
    5. leggur
    6. öngulbeygja
    7. agnhald
    8. öngulbil
    9. öngulbroddur
    10. öngullengd

     

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Staðan

    16. febrúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Enn og aftur kemst maður í hann krappann. Í þetta skiptið kemur upp spurningin í hvorn fótinn á að stíga. Við straumvatn þykir oft gott að hafa þann fótinn framar sem nær er vatninu, þ.e. hægri fót sé veitt af vinstri bakka og öfugt. Þetta á sérstaklega við um þá sem bregða fyrir sig Spey-köstum.

    Sjálfum þykir mér alltaf best að hafa þann vinstri framar á vatnsbakkanum, ég er rétthentur. Þessi afstaða gerir mér kleyft að ráða við lengri kastferill ef þarf og eykur mýktina og samhæfinguna í öllum hreyfingum. Annað sem vert er að hafa í huga er að snúa sér alltaf beint á kaststefnuna, axlir í 90° á kastið.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Misgrip

    14. febrúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Þegar þú hefur náð góðum tökum á gripinu, getur haldið því stöðugu út í gegnum allt kastið, prófaðu þá að létta gripið í upphafi framkastsins og auka það síðan jafnt og þétt um leið og þú eykur kraftinn / hraðann í því. Losaðu síðan vel um það þegar þú hefur stöðvað í fremra stoppi og leyfðu stönginni að síga í léttu gripi niður í lægstu stöðu.

    Þú vinnur tvennt með þessu; harkan í kastinu nær ekki fram í línuna þegar hún leggst niður og þú verður síður þreyttur í hendinni á löngum veiðidögum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Úlnliðurinn

    12. febrúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Eins og áður hefur komið fram þá eru það tvö atriði sem skipta mestu máli í flugukasti; gripið og stöðugur úlnliður.

    Rangt grip
    Laus úlnliður
    Opinn línubogi

    Stöðugur úlnliður er lykilatriði í góðum köstum. Grip sem er ekki rétt og úlnliður sem losnar upp á eru helstu ástæður mistaka og lélegra kasta, hvort heldur í fram- eða bakköstum. Ef við leggjum stöngina þvert í gegnum lófann, t.d. rétt við fingurrætur og grípum þannig um handfangið, þá er meiri hætta á að stöngin snúist og það losni upp á úlnliðnum í kastinu. Það sem við uppskerum er; opinn línubogi (ef þá einhver) og stöng sem þrýstir sé allt of langt aftur í bakkastinu. Aftara stoppið fjarar út og línan slæst í jörðina.

     

    Rétt grip
    Fastur úlnliður
    Fallegur línubogi

    Gott stöðugt grip þar sem stöngin hvílir örugglega á ská í lófanum, ekki þvert í gegnum hann, gefur fyrirheit um gott kast. Sé gripinu haldið og úlnliður stöðugur í gegnum allt kastið, flyst orkan betur yfir í stöngina. Ákveðið stopp setur svo punktinn yfir i-ið og við uppskerum fallegan línuboga, höfum fullt vald á línunni.

     

    Beinn úlnliður
    Laus úlnliður

    Stöðugur úlnliður er einnig lykilatriði hvað varðar beinan kastferil. Alltaf skal gæta þess að fluguhjólið vísi beint í kaststefnu, úr fremstu stöðu yfir í þá öftustu og til baka.

    Verði misbrestur á þessu og stöngin snýst í greipinni verður kastferillinn ekki beinn, við teiknum sveig í loftinu með stönginni sem línan fylgir. Þessi sveigur getur endað í beinlínis hættulegri lykkju. Við getum fengið fluguna í bakið eða höfuðið og lína og taumur geta flækst saman, sem hefur akkúrat ekkert með vind að gera þrátt fyrir nafnið ‚Vindhnútur‘.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Vísifingur ofaná

    10. febrúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Framkast
    Bakkast

    Hér er enn eitt gripið sem menn hafa mælt með. Ekki ósvipað V-gripinu, nema vísifingurinn er látinn liggja ofan á handfanginu í stað þess að liggja gagnstætt þumlinum. Þeir sem mæla með þessu gripi telja það að mörgu leiti hentugra heldur en V-gripið því veiðimaður á auðveldara með að hlaða stöngina, það sé nokkurs konar málamiðlun á milli þumals ofan á og V-gripsins.

    E.S. Þakka flott ‘comment’ Einars í Veiðiheimum við þessu sem lesa má hér. Endilega deilið, þið sem hafið reynsluna.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 137 138 139 140 141 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar