Það kemur stundum fyrir að maður hefur verið svolítið grófur á fremstu fjöðrunum á flugu og lendir því í vandræðum með að koma loka hnútinum fyrir, t.d. half hitch. Þá getur verið gott að hafa fremsta hluta venjulegs kúlupenna við hendina, bregða hnút yfir hann, renna honum upp á augað og herða hnútinn niður á öngulinn. Með þessu móti er maður ekkert að flækja puttum, þræði og fjöðrum í eina bendu.
