Það getur skipt verulegu máli hvernig öngull er festur í klemmuna (vise) þegar við byrjum á nýrri flugu. Rangt festur öngull getur skemmst ef við erum of tæp á festingunni, hann marist eða jafnvel brotnað. Eins er önnur hætta því samfara að festa hann of tæpt í gripið, hann getur skotist upp og jafnvel í andlit þess sem hnýtir.


