FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Að veiða djúpt

    26. mars 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Að öllu jöfnu er fengsælast að veiða stutt frá bakkanum þar sem fiskurinn heldur sig en ýmsar ástæður valda því að fiskurinn leitar út í dýpið. Í miklum hita þegar vatnshitinn rís einna hraðast á grynningum, leitar fiskurinn þangað sem hitastigið er jafnara, kaldara. Mikil sól hefur sömu áhrif, þ.e. birtufælinn fiskur eins og urriðinn sækir út í dýpið. Síðan er það kuldinn á veturna sem hrekur fiskinn smátt og smátt út í dýpið þegar grynningarnar leggjast í auðn og frjósa að lokum.

    Það er ekki fyrr en grynningarnar hitna og lífríkið tekur aftur við sér að silungurinn hreyfir sig upp á við aftur. Fram að þeim tíma, sem getur verið nokkuð frameftir vori, verðum við að egna fyrir hann í dýpinu. Til að veiða dýpið getum við þurft að beita einni eða samspili fleiri eftirfarandi aðferða:

    • Nota þyngdar flugur
    • Nota sökklínu
    • Nota sökktaum
    Pheasant Tail

    Þyngdar flugur eru væntanlega algengasta leiðin til að ná botninum. Við þekkjum kúluhausa af ýmsum gerðum og blý-þyngdar flugur, sumar hnýttar á mjög þyngda öngla. Eitt er það sem margir láta hjá leiðast að huga að og það er lögun flugunnar. Það eru engin ný vísindi, eins og Pheasant Tail sannar, að grannar, rennilegar flugur sökkva alveg eins vel og þær sem eru bústnar og í yfirþyngd. Þynging PT er í raun sáralítil samanborin við miklar blý- eða tungsten þyngingar stærri flugna.

    Að kasta bústnum, þungum flugum getur kallað á nokkuð stórtækar breytingar á kaststíl og hefur því oft vafist nokkuð fyrir byrjendum, já og lengra komnum. Algengustu silungastangir eru gerðar fyrir línur 5-7 og sem slíkar eru þær ekkert sérstaklega heppilegar fyrir þungar flugur. Til að ráða við þyngri flugur þarf að kasta hægar, lengja kastferilinn og umfram allt hemja sig í kröftugum köstum og fjölda falskasta. Slíkt eykur aðeins á flækjustigið og þá meina ég raunverulegar flækjur.

    Að veiða djúpt

    Þegar við veiðum á miklu dýpi, njótum við þess að geta farið nær fiskinum heldur en ella. Þetta  helgast af því að við fjarlægð okkar frá fiskinum í láréttu plani bætist dýpið niður á hann. Óhefðbundnari leið, í það minnsta hér á Íslandi, er síðan Tékkneska leiðin þar sem þyngd flugunnar og togkraftur vatnsins er notaður til að hlaða stöngina fyrir mjög stutt köst, ef þá nokkur. Oft líkist þessi aðferð dorgveiðum með föstum spotta á priki.

    Buzzer

    Sjálfur hef ég skoðað rækileg hnýtingar á hóflega þyngdum „fyrirsætuflugum“ þ.e. mjónum sem kljúfa vatnið vel og sökkva því auðveldlega án þess að íþyngja köstunum. Ég á í fórum mínum nokkrar slíkar eftir veturinn og vorið verður látið ráða hvort þeim fjölgar í sumar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Vorveiði

    24. mars 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar ísa leysir þá fara að skapast fyrstu skilyrðin fyrir umbreytingu skordýra í vötnum. En það getur liðið langur tími þar til hitastig vatnsins rís að einhverju marki. Lífríkið fer hægt af stað, gyðlur og púpur fara yfirleitt á stjá, rólega þó, u.þ.b. viku áður en þær klekjast að því gefnu að vatnið hafi náð ákveðnum þroska, hitastigi.

    Buzzer Silver Orange

    Á meðan ég var að velta þessu fyrir mér um daginn, spurði ég unglinginn á heimilinu hvað hann teldi að fiskurinn æti á þessum árstíma, rétt áður og um það bil sem ísa leysir. Eitthvað hefur matseðill vikunnar verið rýr á heimilinu því það stóð ekki á svarinu; „Afganga“. Ekki þótti honum líklegt að mikið ferskmeti væri á boðstólum og því líklegast að afgangar væru á borðum. Kannski var hann ekki svo langt frá því sanna, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki engt fyrir fiskinn með einhverju spennandi.

    Blóðormur

    Blóðormur eða brúnar pöddur hafa oft gefið vel strax og ísa leysir, löngu áður en hitastig vatnsins nær því að kveikja á klaki. Þetta helgast auðvitað af því að viðlíka líf er að finna í vatninu allan ársins hring, jafnvel um miðjan vetur og því ekkert fráleitt að bjóða silungnum upp á slíkt, afganga. Fyrstu staðirnir þar sem fiskjar verður vart er oft á tíðum grynningarnar þar sem vorsólin nær að hita vatnið og laða til sín langsoltinn silunginn upp úr djúpinu þar sem hann hefur haft hægt um sig yfir veturinn. Þrátt fyrir að tökur að vori geta verið líflegar, þá fer fiskurinn sér engu að síður hægt, vill ekki brenna of mikilli orku í að kanna vorið.

    Bitch Creek Nymph

    Stórar púpur eins og t.d. Bitch Creek Nymph, Red Tag og Héraeyrað. Litlar, dökkar og rennilegar eins og t.d. Toppflugan og Pheasant Tail, renglulegir Peacock eða þá Blóðormur og brúnir Buzzerar niður á botninn.

    Straumflugur sem hafa orð á sér að gera það gott að vori eru t.d. orange, svartir og hvítir Nobblerar, Gulur Köttur og auðvitað Black Ghost. Veiða þær djúpt, láta þær „sleikja botninn“ eins og einhver orðaði það.

    Red Tag

    Flestar veiðiaðferðir að vori eiga það sameiginlegt að vera rólegar, jafnvel „rólegri“. Dautt rek undan léttri golu með þungum púpum eða lúshægur inndráttur straumflugu er það sem silungurinn kannast við. Sum vötn, eins og Þingvallavatn virðast kalla á stórar og bústnar púpur (nr.8) sem komið er vel niður í dýpið fyrir kuðungableikjuna.

     

    Black Ghost

    Önnur vötn fóstra ekkert annað en lítil og nett afbrigði mýpúpunnar, eins og Vífilsstaðarvatn. Engilbert Jensen beitti skemmtilegri aðferð rétt um það bil er ísa leysti á Vífó. Hann kastaði litlum flugum upp á ísskörina og dró þær síðan framaf þar sem silungurinn beið þeirra og líkti þannig eftir því þegar frosnar mýlirfur losna úr ísnum. Meðalfellsvatnið hefur gefið mönnum vel á þyngdar púpur síðla vetrar, mars – apríl, en um leið og hornsílin fara á kreik hafa litlir klassíkerar eins og Black Ghost og Nobbler gefið ágætlega á grynningunum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hlutföll votflugu

    10. mars 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Hlutföll í klassískri, vængjaðri votflugu verður nánast ekki lýst með öðru en að birta mynd af einni slíkri. Hvort sem þær heita Dunkeld, Blae and Black, Butcher eða Peter Ross, þá eru þær upphaflega allar í sömu hlutföllum og eins byggðar. Eitthvað sem hefur alltaf virkað og engin ástæða til að breyta. Þetta er einmitt það sem gerir þær að klassískum flugum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hlutföll flóar / rækju

    9. mars 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Rækjur og vatnaflær fylgja stíft hlutföllunum 2/3 + 1/3. Þeir sem eru að huga að veiðum á sjógöngufiski ættu að huga að kvikindum sem þessum, nýgenginn fiskur er vanur fæðu sem þessari og lætur oft glepjast þótt genginn sé upp í ár. Ágætt að vera með nokkrar svona til mótvægis við Hvítan Nobbler eða Sílið.

    E.S. Geir Birgir Guðmundsson benti mér á að álíka flugu hefði hann notað töluvert á Þingvöllum, sjá nánar á gbg.is Takk fyrir innleggið Geir.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hlutföll buzzer’s

    8. mars 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Þegar kemur að hlutföllum í buzzer þá erum við að tala um 50/50 á milli fram- og afturbols, hausinn nánast enginn og ekkert skott. Eftir að hafa prófað nokkrar svartar mjónur síðasta haust sem gáfu vel gaf ég buzzerum aðeins meiri gaum heldur en áður, þeir eru tilbúnir í boxinu fyrir komandi vertíð.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Hlutföll púpu

    6. mars 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Fullkomin púpa lítur ákveðnum lögmálum. Hlutföllin eru nokkuð ákveðin frá náttúrunnar hendi. Takist okkur í besta falli að apa eftir náttúrunni þá erum við í góðum málum eins og Frank Sawyer með Pheasant Tail. Hlutföllin eru nánast 2/3 búkur, 1/3 thorax, hausinn nettur og skottið jafn langt búkinum. Ef við bregðum langt frá þessu, þá er nánast öruggt að við endum með óraunverulega púpu í höndunum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 135 136 137 138 139 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar