Jú, jú, fluguveiði útheimtir svolitla æfingu, en þær eru ekki erfiðar. Mín reynsla er að fluguveiði sé ekki eins erfið og að veiða á t.d. spún eða maðk. Flugustöng er mun léttari en kaststöng og hreyfingarnar þurfa alls ekki að vera ýkt kraftaköst, létt og leikandi skilar mér alveg eins mörgum fiskum, ef ekki fleiri.
