
Lang algengasta viðbragð okkar við töku er að reisa stöngina beint upp, eins hátt og armlengdin leyfir. Þetta er gott og gilt, svo lengi sem fiskurinn tekur ekki upp á þeim óskunda að stökkva örskömmu síðar og vinna sér þannig inn slaka á línunni og losa sig.
En það er til ráð við þessu. Í stað þess að reisa stöngina beint upp getum við tamið okkur að reisa hana upp undir 45° horni, upp og til hliðar (2) aðeins helming þeirrar hæðar sem við notum venjulega (3). Með þessu móti höfum við tekið jafn mikinn slaka af línunni eins og við hefðum reist hana upp í topp, en eigum ennþá inni nokkra hæð ef fiskurinn tekur stökkið eða stímið í áttina að okkur.
Senda ábendingu