FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Hvar er fiskurinn?

    24. apríl 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Kaldhæðnislega svarið er; Í vatninu. Fiskur finnst að hámarki í um 10% vatnsins. Þessi einfalda staðreynd segir okkur að það sé frekar ólíklegt að við veiðum eitthvað ef við einfaldlega mætum á svæðið, hugsana- og athugunarlaust. Það er svo einfalt að við veiðum ekki fisk þar sem enginn fiskur finnst. Við verðum að snúa á líkurnar og nýta okkur allar vísbendingar um þá staði sem fiskur getur haldið sig á:

    • Í skjóli við stein
    • Í lygnunni hlé megin við nes og tanga
    • Í skugganum
    • Í jaðri grynninga
    • Í súrefnisríku vatni úr lækjum og uppsprettum
    • Í skjóli við bakkann

    Ef við erum alveg ‘lost’ þá eru þetta nokkrir staðir þar sem byrja má á að leita fyrir sér þegar komið er að vatni.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Að berja vatnið, endalaust

    20. apríl 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar maður hefur orðið var við fisk, eða þykist í það minnsta vita af honum, en hann sýnir flugunni engan áhuga, þá vaknar spurningin; Hve oft á ég að reyna áður en ég skipti um flugu?

    Til að byrja með sagði mjög lágróma rödd innra með mér; Fimm sinnum sem þýddi í raun að ég kastaði sömu flugunni í það minnsta 10 sinnum. Jafnan þýddi þetta að annar hvor okkar gafst upp og rann af hólmi, oftast fiskurinn. Með tíð og tíma hefur þessi rödd hækkað róminn verulega og í dag gargar hún á mig; Þrisvar sinnum sem er farið að þýða í raun og veru þrisvar. Reynslan hefur kennt mér að ef fiskurinn tekur ekki fluguna í þriðja skiptið sem mér tekst að leggja hana snyrtilega fyrir hann, þá eru mestar líkur á því að það eina sem takist er að hræða fiskinn endanlega frá mér.

    En hvað svo? Í hvernig flugu á maður þá að skipta? Oftar en ekki verður smærri fluga fyrir valinu. Ef það dugar ekki til, þá tekur maður öfgafulla sveiflu í hina áttina, stærra kvikindi á hinum enda litrófsins, ljósa í stað dökkrar eða öfugt. Undantekningin frá þessu eru þó púpurnar. Í þeim held ég stærðinni svipaðri en læt þær skipta um ham hvað varðar lit og lögun.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Skrautflugur í silunginn

    16. apríl 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Einhverra hluta vegna komu mér alltaf stórar, vel skreyttar laxaflugur frá Skotlandi í hug þegar minnst var á skrautflugur. En skrautflugur (enska: attractors) ná til fleiri flugna og fiska. Allar flugur sem hnýttar eru í björtum litum; þurrflugur, púpur og straumflugur sem ekki líkja eftir neinu því sem finnst í lífríkinu geta strangt til tekið talist til skrautflugna. En ekki gengur allt glysið jafn vel í fiskinn, nokkrir litir og litasamsetningar hafa reynst betur en aðrar í gegnum tíðina, mismunandi þó eftir tegundum fiska.

    Svo virðist vera sem silungurinn látið helst glepjast af rauðum, gulum og grænum flugum, auk samsetninga þessara lita með hvítu. Flugurnar í heild sinni virðast ekki þurfa að höfða til silungsins, meiru virðist skipta að einstakir hlutar hennar kveiki í silunginum, litaskil umfram samsetningar.

    Vinstri græn – original

    Sjálfur á ég mér skrautflugu sem ég hef verið að prófa mig áfram með, kannski meira af forvitni heldur en frumleika. Upprunalega voru litirnir og efnið valið skv. bókinni, rautt og grænt, áberandi og glitrandi. Þessi útfærsla hefur vissulega gefið mér nokkra silunga og ekkert undan henni að kvarta sem slíkri, en eitthvað var það þó sem ég var ekki ánægður með og nú hefur hún þróast aðeins.

    Grænt marabou skott með Peacock Kristall Flash hefur leyst af hólmi tinselið og búkurinn er núna úr Peacock Ice Dub, vafinn með rauðum vír til þyngingar.

    Vinstri græn – wired

    Ekki alveg eins glannaleg í útliti en litirnir eru eftir sem áður skv. bókinni og skilinn á milli efri- og neðri hluta hennar nokkuð áberandi. Sumarið og silungurinn kveða svo upp úr um hvort tilfinning mín um veiðihæfni hennar séu réttar.

    Þegar ekkert klak er í gangi og lítið líf er að sjá í vötnum, grípa veiðimenn gjarnar til skrautflugna af einhverju tagi til að kveikja í fiskinum. Hvort sem menn reyna fyrir sér með þurrflugu, straumflugu eða púpu er oftar en ekki hægt að ná fram einhverri hreyfingu í vatninu með skrautflugu sem lögð er út á líklegan veiðistað.

    Royal Wulff

    Það er ógrynni þurrflugna sem teljast til skrautflugna en einhver þekktust þeirra er kannski afbrigði Lee Wulff af Royal Coachman, Royal Wulff. Flugan í sjálfri sér líkir ekki eftir neinu ákveðnu skordýri, en hefur virkilega sannað sig, ekki síður en aðrar úr smiðju þeirra Wulff hjóna; Gray Wulff, White Wulff og Grizzly Wulff.

    Úrval straumflugna er nánast ótæmandi, nokkrar sem gefið hafa ágætlega í gegnum tíðina eru Mickey Finn, Royal Coachman og ‚okkar eigin‘ Dýrbítur.

    En það eru fleiri flugur en þurr- og straumflugur sem geta sært silunginn til töku, bjartar púpur með glitrandi kúluhausum verkja alveg eins mikla forvitni silungsins og vel þess vert að gefa þeim gaum.

    Copper John

    Hvaða litasamsetningu, áferð eða uppbyggingu menn velja skiptir kannski ekki mestu, heldur það að menn finni sína eigin flugu, verði öruggir með hana og deili áhuga sínum á henni með silunginum. Prófið ykkur endilega áfram með bjartar og litskrúðugar flugur, hvort heldur í hnýtingum eða aðeins við veiðarnar í sumar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Bábilja – Kasta langt

    12. apríl 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Einhver sagði að það væru aðeins lélegu kastararnir sem svöruðu svona fullyrðingum neitandi. Allt í lagi, ég er þá bara lélegur kastari. Mitt svar er; nei. Í vatnaveiði veiðast flestir fiskar á innan við 12 m. Auðvitað getur komið upp sú staða að gott sé að ráða við lengri köst (20-30 m) og ég fullyrði að þú nærð slíkum köstum auðveldlega með smá æfingu eða með stuttri tilsögn kastkennara.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Bábilja – Háskólapróf

    10. apríl 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þó til séu einn og einn sem takið bakteríuna mjög alvarlega, þá þarftu ekki að sökkva þér niður í lífríki hvers einasta vatns til að velja ‚réttu‘ fluguna. Til eru nokkrir listar yfir ‚öruggar‘ flugur sem sjaldan bregðast, eina vandamálið er að finna þann lista sem virkar. Sjálfur á ég mér mínar uppáhalds flugur, konan mín sínar (sem er raunar bara ein, Black Ghost) en þegar öllu er á botninn hvolft og manni tekst að horfa framhjá mismunandi heitum, þá eru þessir listar næstum allir eins. Ekki hengja þig í hvort fluga sem er búin til úr koparvír heiti Koparmoli, Copper John eða Rafmagnsflugan, þær eru allar mjög keimlíkar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Bábilja – Langt í veiði

    8. apríl 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Ef við erum að tala um vegalengdir, þá er næsta veiðivatn aldrei langt undan hér á Íslandi. Hringinn í kringum höfuðborgina iðar allt af lífi í vötnum í innan við 50km radíus, það sama má segja um alla aðra staði á Íslandi. Ef við erum aftur á móti að tala um að það er svo langt í veiði í dögum talið, þá er svarið já.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 133 134 135 136 137 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar