Kaldhæðnislega svarið er; Í vatninu. Fiskur finnst að hámarki í um 10% vatnsins. Þessi einfalda staðreynd segir okkur að það sé frekar ólíklegt að við veiðum eitthvað ef við einfaldlega mætum á svæðið, hugsana- og athugunarlaust. Það er svo einfalt að við veiðum ekki fisk þar sem enginn fiskur finnst. Við verðum að snúa á líkurnar og nýta okkur allar vísbendingar um þá staði sem fiskur getur haldið sig á:
- Í skjóli við stein
- Í lygnunni hlé megin við nes og tanga
- Í skugganum
- Í jaðri grynninga
- Í súrefnisríku vatni úr lækjum og uppsprettum
- Í skjóli við bakkann
Ef við erum alveg ‘lost’ þá eru þetta nokkrir staðir þar sem byrja má á að leita fyrir sér þegar komið er að vatni.
1 Athugasemd