Undan vindi

Eins og við þekkjum ágætlega hérna á Íslandi, þá getur lognið ferðast misjafnlega hratt yfir. Að veiða á móti vindi er vel þekkt og gjöfult þegar vatnið og vindurinn hafa borið með sér æti upp að bakkanum og þar með fiskinn sem við erum að eltast við. En þegar lognið er orðið ærandi og öll okkar ráð til að koma flugunni út með þokkalega árangursríkum hætti hafa brugðist, þá leggur margur veiðimaðurinn árarnar í bát og tekur fram kaffibrúsann í stað flugunnar. En, það er e.t.v. ekki alltaf ástæða til.

Í smærri vötnum og þar sem vindur hefur umtalsverð áhrif á umhverfingu yfirborðsins á móti þyngra vatni á botninum, þá getur veiði undan vindi verið alveg eins spennandi. Þegar vindurinn hefur náð að mynda hringstreymi á milli yfirborðs og botns, nær dýpri straumurinn að róta upp æti við bakkann hlé megin, ekki ósvipað og gerist á yfirborðinu áveðurs. Botnstraumurinn er að öllu jöfnu þyngri heldur en aldan á yfirborðinu. Hans gætir því ekki eins fljótt og öldunnar, en varir þeim mun lengur eftir að lægir. Þannig er það að bakkinn undan vindi gefur oft ágætlega eftir goluþytinn þar sem gruggið (ætið) er lengur að setjast þeim megin í vatninu og veiði því oft með ágætum á þeim slóðum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com