FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • #2 Tímasetning

    23. mars 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Annað grundvallaratriði þeirra Gammel feðga snýr að tímasetningu í kastferlinum okkar. Og eins og áður þá fylgir klippa með Carl McNeil með greininni þar sem hann rekur málið í smáatriðum.

    Tímasetning er vandamál sem flestir veiðimenn glíma oft og iðulega við. Þegar við við skiptum á milli bak- og framkasts verðum við að hinkra örlítið við á meðan línan réttir úr sér áður en við leggjum af stað í framkastið. Ef við hinkrum of lengi myndast slaki á línunni og við sláum flugunni niður í vatnið eða jörðina að baki okkar. Ótímabær hröðun í framkastið verður aftur á móti til þess að enda línunnar er þröngvað í stefnubreytingu áður en hann hefur rétt úr sér og við heyrum þennan óþægilega svipusmell sem flest okkar könnumst við. Fræðilega séð er líka möguleiki að framkalla svipusmell í lok framkastsins, en staðreyndin er aftur á móti sú að það gerist sára sjaldan. Ástæðan er einföld; við fylgjumst betur með því í framkastinu að línan nái að rétta úr sér áður en við leggjum af stað í bakkastið; Ergo, tímasetningin okkar er betri í framkastinu. Ef við látum það nú eftir okkur að fylgjast eins vel með línunni í bakkastinu eins og við gerum í framkastinu, þá má bæta tímasetninguna þar til mikilla muna. Allt byggist þetta á ákveðinni þolinmæði, smá bið eftir því að línan nái að rétta úr sér. Þessi bið er í réttu hlutfalli við lengd þeirrar línu sem við erum að vinna með hverju sinni. Stutt lína, stutt bið. Löng lína, löng bið.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • #1 Útilokaðu slaka

    18. mars 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Fá verk hafi haft jafn mikil áhrif og vakið jafn mikla hrifningu kastsérfræðinga og veiðimanna síðustu árin eins og The Essentials of Fly Casting eftir þá feðga Jay og Bill Gammel. Margir hafa gripið þetta efni og lagt út frá því, jafnt í riti sem og á mynd og má þar nefna fjölda greina á midcurrent.com, sexyloops.com og síðast en ekki síst FFF Federation of Fly Fishers. Hér á eftir ætla ég að setja fram mínar hugleiðingar og skilning á þessum grundvallaratriðum Gammel feðga.

    Alveg sama hvort við erum byrjendur eða lengra komin, jafnvel ævafornir veiðimenn, þá er slakinn á línunni oftar en ekki að flækjast fyrir okkur. Sé línan ekki strekkt í upphafi kasts fer mikill kraftur og fyrirhöfn í að ná hleðslu í stöngina, nokkuð sem má forðast með því að byrja með strekkta línu. Skipuleggðu kastið alveg frá upphafi, losaðu þig við allan slaka með því að draga línuna inn eða nota  t.d. eitt veltikast til að leggja hana vel út áður en þú tekur hana upp í nýtt kast. Ef þú notar upptökuna til að rétta úr línunni þá sóar þú afli sem annars væri betur varið í að hlaða stöngina fyrir næsta kast. Það er ekki ráð að beita meira afli í upptöku til að losna við slaka. Ótímabær hröðun á línu getur kallað fram nokkurs konar höggbylgju sem færist niður eftir stönginni, stöðvast í úlnliðnum á þér og leitar síðan aftur upp eftir stönginni í aftara stoppi og eyðileggur það. Okkur hefnist alltaf fyrir ótímabæra hröðun.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Haustvindar

    21. september 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Það er nú raunar ekki aðeins á haustin sem ‚haustvindarnir‘ blása, þannig að þessi punktur á víst líka við um aðrar árstíðir. En sama á hvaða árstíma vindurinn blæs, þá eigum við fluguveiðimennirnir nokkur ráð til að sigrast á honum:

    1. Auka hraða línunnar – Einfaldasta ráðið er að nota tví-tog (double haul) til að auka hraða línunnar því þannig náum við að skera vindinn betur. Ef þú ert í vandræðum með tví-togið þá er smá ábending hérna en svo er auðvitað alltaf hægt að hóa í vanan veiðimann eða kennara og biðja hann um að fara yfir grunninn með þér.
    2. Straumlínulagaðri flugur – Með því að nota straumlínulagaðri flugur þurfum við ekki að eiga eins mikið við loftmótstöðu og því er almennt auðveldara að koma þeim út heldur en bústnum, belgmiklum flugum.
    3. Þrengri línubogi – Þrengri línubogi gefur undir öllum kringumstæðum fyrirheit um betra/fallegra kast, sérstaklega þegar vð eigum við vind. Þrengri línubogi næst með æfingu, æfingu, æfingu og leiðsögn.
    4. Við yfirborðið –Því nær yfirborðinu sem þér tekst að kasta, því minni vindur er á ferðinni, bókstaflega. Færðu kasthornið aðeins fram á við til að ná ferlinum niður eða kastaðu undir hönd. Það er ekki öllum gefið að kasta undir hönd en það eins og annað kemur með æfingunni.
    5. Þyngri lína / taumur – Það gefur nokkuð augaleið að þyngri lína á auðveldara með að kljúfa loftmótstöðuna og því eðlilegt að menn noti þyngri línu á móti vindi. Annað ráð er að nota sömu þyng og ‚venjulega‘ en skipta yfir í hálfsökkvandi eða hraðsökkvandi línu, þær eiga auðveldara með að kljúfa vindinn heldur en hefðbundin flotlína. Fyrir þá sem ná tökum á sökkendum þá gera þeir sama gagn.
    6. Öfugt kast – Prófaðu að snúa þér undan vindi (upp að bakkanum), byggðu kastið upp eins og venjulega en láttu síðan bakkastið um að flytja línuna út á vatnið. Merkilegt nokk, þetta virkar hjá þeim sem komast upp á lagið með þetta.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Kastkennarinn

    12. september 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Ég hef áður nefnt ágæti þess fyrir byrjendur og lengra komna að leita til kastkennara, þó ekki væri nema til þess að fríska upp á stílinn eða leiðrétta villur sem slæðst hafa inn yfir sumarið. Haustið er tæplega sá tími sem maður hugar mest um þetta, og þó. Ég einsetti mér síðla vetrar sem leið og langt fram eftir vori að taka nokkra tíma hjá góðum kastkennara til að lagfæra ýmislegt sem ég veit að hefur ekki verið í lagi hjá mér, en nú er komið haust og ekkert varð úr þessu hjá mér. Eftir langt vor kom loksins sumar og ég kom mér aldrei til kennara. En hvað er góður kastkennari?

    Sumir kastkennarar kenna þér að klemma Mogga undir handlegg, kasta naumt og hnitmiðað á meðan aðrir kenna þér að stíga fram og aftur, láta allan líkamann fylgja kastinu, kraftakast. Ég hef fengið ‚krasskúrs‘ hjá aðila sem gefur sig út fyrir að vera kastkennari, en mér dytti aldrei í hug að fara til hans á heilt námskeið. Ég harðneita því að kaststíllinn minn sé svo lélegur að það þurfi að sturta honum algjörlega niður og ég þurfi að taka upp kraftastíl sem gerir þá kröfu að ég sé dansandi skrykkdans við stöngina frá því ég tek upp og kem línunni aftur út, sem lengst. Frá fyrstu stundu hef ég hrifist af því hvernig ‚old fasion‘ enskir veiðimenn ná að leggja línuna fram í fáum, mjúkum og að því er virðist áreynslulausum köstum með nákvæmni upp á tommu, það er stíll sem mig langar að ná. Og þá komum við kannski að því hvað góður kastkennari er.

    FFF (Federation of Fly Fishers) hefur unnið að því hörðum höndum að staðla kastkennslu og að því er mér virðist; skerpa á þeim skilningi að við erum öll mismunandi gerð og höfum mismunandi þarfir, jafnvel löngun til að læra mismunandi stíl. Ég játa að ég hrífst nokkuð af þessu og því hvernig þeir nálgast viðgangsefnið; ekkert eitt er rétt og ekkert er svo meitlað í stein að ekki megi breyta því. Ég vil fara til kastkennara sem getur leiðbeint mér í þá átt sem ég vil fara, ekki þá sem hann vill. Að þessu leiti er ég svo heppinn, eins og allir aðrir veiðimenn á Íslandi að við eigum núna tvo vottaða FFF flugukastkennara; Hilmar Jónsson og Börk Smára Kristinsson auk manna eins og Stefán Hjaltested sem hafa áratuga reynslu af kennslu og kunna að umbera mismunandi óskir nemenda sinna. Næsta vor ætla ég ekki bara að huga að þessu, heldur láta verða að því að fara til kennara.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fluguna í ruslið

    5. ágúst 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Að velja flugu, leggja hana fram og koma henni langt út eru allt gild atriði sem við viljum hafa í huga þegar við veiðum. Eitt atriði til viðbótar sem vill þó oft gleymast er; koma flugunni á réttan stað. Það geta verið margar ástæður fyrir því að við viljum koma flugunni okkar á einhvern ákveðinn stað. Kannski leynist fiskurinn við stein, kannski liggur hann þétt við gróðurfláka eða undir bakkanum þannig að við verðum að gæta vel að framsetningunni svo við eigum ekki á hættu að tapa flugunni, styggja fiskinn og þá missa af honum. Þá getur ruslakarfan komið að góðum notum. Prófaðu að fara út á grasflötina með ruslafötuna eða nýttu ferðina þegar þú ferð út með ruslið og gríptu stöngina með þér. Að stilla fötunni upp, merkja sér 4, 6, 8 & 10 metra fjarlægð frá henni, taka nokkur lauflétt köst þangað til að þú nærð því að láta fluguna detta niður í fötuna geta sparað þér mikið angur í veiðinni og gert hana enn meira spennandi en ella. Mundu bara að ofgera ekki æfingunum, oftar og stutt í einu er betra en lengi og sjaldan.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Göslarinn veiðir líka

    2. ágúst 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Göslarinn veiðir líka þegar hann veður út frá bakkanum, hræðir fiskana á undan sér, hendir beitunni út og göslast aftur upp á bakkann, setur stöngina í letingjann og bíður, en…… svæðið sem fiskurinn heldur sig á meðan kyrrð og ró hvílir yfir vatninu er mjög lítið m.v. það svæði sem hann kýs sér sem öruggt skjól verði hann fyrir áreiti. Það er í eðli silungsins að leita út frá bakkanum, út í dýpið ef hann styggist. Hann víkur sér ekki til hliðar, færir sig um nokkra metra og leggst þar fyrir, hann leitar út í öryggið og þar með stækkar svæðið verulega sem hann getur leynst í og veiðimaðurinn þarf að auglýsa agnið sitt á. Nákvæmlega sömu reglur eiga við fluguveiði, við getum þurft að halda kyrru fyrir í töluverðan tíma þar til fiskurinn kemur aftur inn á yfirráðasvæði okkar ef við förum ekki varlega.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 10 11 12 13 14 … 19
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar